Erlent

ET í Melbourne?

Óli Tynes skrifar
ET phone home.
ET phone home. MYND/AP

Það er engu líkara en ET hafi stungið sér niður í heimsókn í Melbourne í Ástralíu.

Það er þó ekki hann sem er mættur blessaður heldur er þetta slökkviliðsmaður sem er á verði í ástralska Grand Prix kappakstrinum sem hóst í dag.

Ef rýnt er í gleraugun má sjá spegilmynd af breska ökuþórnum Lewis Hamilton í McLaren bíl sínum. Hamilton er ríkjandi heimsmeistari í Formúlu eitt.

Hann mun þó fá harða samkeppni þar sem flestir bestu kappakstursökumenn heims eru saman komnir í Melbourne.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×