Enski boltinn

Torres: Ég er ekki stjarnan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fernando Torres í bikarleiknum um síðustu helgi.
Fernando Torres í bikarleiknum um síðustu helgi. Nordic Photos / Getty Images
Fernando Torres segir að enginn einn leikmaður sé mikilvægari en annar í herbúðum Liverpool. Þar sé það liðsheildin sem er ofar öllu.

Liverpool er sem stendur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum á undan Chelsea sem mætir Manchester United á sunnudag. Liverpool mætir Stoke á sunnudaginn og er líklegt að Torres verði í byrjunarliðinu. Hann hefur lengi verið fjarverandi vegna meiðsla en kom inn á sem varamaður í bikarleik gegn Preston um helgina og skoraði síðara markið í 2-0 sigri.

„Lið sem Benitez þjálfar snúast aldrei um bara einn leikmann," sagði Torres í samtali við heimasíðu Liverpool. „Þetta snýst um liðsheildina. Við erum sterk heild sem veit hvernig á að vinna leiki."

„Við höfum unnið leiki án Steven Gerrard eins og var tilfellið gegn Manchester United. Ég held að það hafi verið afar jákvætt fyrir allt liðið og undirstrikaði mikilvægi hvers leikmanns hjá liðinu."

„Við erum allir að vinna að sama markmiðinu - að verða Englandsmeistarar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×