Erlent

Hlýða boði um sjálfseyðingu

Minnislykill
Minnislykill
Hægt er að senda stolnum eða týndum USB-minnislyklum skipun yfir internetið um að eyðileggjast, með nýrri tækni sem fyrirtækið Cryptzone kynnti í gær.

Tæknin nefnist Secured eUSB og segir í tilkynningu fyrirtækisins að líkja megi þessu við að senda tækjunum „drápspillu“.

Notandi eða tæknistjóri getur þá ýmist læst eða eytt gögnum af minnislykli þótt honum hafi verið stolið eða hann týnst, hvar sem hann er síðar settur í samband við nettengda tölvu. Með þessu kveðst fyrirtækið svara kröfum margra fyrirtækja og stofnana um aukið gagnaöryggi.- óká



Fleiri fréttir

Sjá meira


×