Lífið

Farrah Fawcett verður jarðsett í kyrrþey

Leikkonan Farrah Fawcett verður jarðsett í kyrrþey í næstu viku.
Leikkonan Farrah Fawcett verður jarðsett í kyrrþey í næstu viku. MYND/AP

Bandaríska leikkonan Farrah Fawcett verður jarðsett í kyrrþey í Los Angeles næstkomandi fimmtudag. Hún komst á stjörnuhimininn fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum um Charlies Angels fyrir margt löngu. Í framhaldinu lék hún í fjölmörgum þáttaröðum og kvikmyndum.

Sú var tíðin að allir þekktu hana en lát hennar nú vakti litla athygli. Það var kannski ekki við því að búast að margir aðrir kæmust að í fréttum, en Michael Jackson sem lést þennan sama dag.

Farrah var gift Ryan O'Neal.  








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.