Erlent

Hermt eftir Andra Snæ ?

Óli Tynes skrifar
Dimmt í Nýju Delhi
Dimmt í Nýju Delhi MYND/AP

Það er lítið annað að sjá en bílljós á þessari mynd frá Nýju Delhi á Indlandi. Ljós borgarinnar voru slökkt í dag vegna Jarðardagsins svokallaða.

Honum er ætlað að minna mannfólkið á að ekki er endalaust hægt að gera kröfur til jarðarinnar um ljós og yl.

Því voru ljósin slökkt í yfir 4000 borgum og bæjum í eina klukkustund í dag. Ljósin voru slökkt allt frá píramídunum miklu í Egyptalandi til syndabælisins Las Vegas.

Var þessi hugmynd nokkuð fengin frá okkar ágæta Andra Snæ sem fékk ljósin slökkt á Íslandi? Aðallega þó til þess að hægt væri að sjá stjörnurnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×