Erlent

Sautján létust í flugslysi í Montana

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Vegfarandi náði þessari mynd rétt í þann mund sem vélin skall til jarðar í kirkjugarðinum.
Vegfarandi náði þessari mynd rétt í þann mund sem vélin skall til jarðar í kirkjugarðinum. MYND/CNN/Martha Guidoni
Allt að 17 manns létu lífið, þar af nokkur börn, þegar eins hreyfils farþegaflugvél hrapaði til jarðar í Butte í Montana í Bandaríkjunum í gær. Vélin hafði lent og tekið eldsneyti í Kaliforníu, einni og hálfri klukkustund fyrir slysið, en hrapaði svo rétt áður en hún kom að flugvellinum í Montana. Vélin kom niður í kirkjugarði nálægt flugvellinum og segja flugumferðarstjórar að þeir hafi ekki heyrt neitt neyðarkall frá henni áður en hún fórst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×