Innlent

Framkvæmdir þegar í stað

Gylfi Arnbjörnsson
Gylfi Arnbjörnsson

Miðstjórn Alþýðusambandsins ræddi greiðsluvanda heimilanna á fundi sínum á miðvikudag. Komu fram þungar áhyggjur og er auglýst eftir aðgerðum stjórnvalda.

Að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, er í gangi vinna innan ASÍ um mótun tillagna til að létta á greiðsluvanda þeirra heimila sem verst eru sett.

Miðstjórnin ræddi framkvæmdir og baráttuna gegn atvinnuleysi. Gylfi segir seinagang stjórnvalda ámælisverðan og kallar eftir tafarlausum aðgerðum.

- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×