Erlent

Spánverjar íhuga ákærur

Fangabúðirnar í Guantanamo-flóa hafa verið gríðarlega umdeildar víða um heim.
Fangabúðirnar í Guantanamo-flóa hafa verið gríðarlega umdeildar víða um heim.

Spænskir dómstólar íhuga að ákæra sex fyrrverandi embættismenn í Bandaríkjunum fyrir að hafa lagt fram skjöl sem áttu að réttlæta pyntingarnar sem eru sagðar hafa átt sér stað í Guantanamo-fangabúðunum.

Það voru lögfræðingar á sviði mannréttindamála sem ákærðu mennina, sem störfuðu allir fyrir Bandaríkjastjórn. Á meðal þeirra er fyrrverandi starfsmaður varnarmálaráðuneytisins, Douglas Feith, sem hefur vísað ákærunum á bug.

Spænskir dómstólar geta dæmt menn fyrir lögbrot á borð við pyntingar og stríðsglæpi þótt framin hafi verið í öðrum löndum. - fb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×