Enski boltinn

Gallas hafði rétt fyrir sér

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gallas fagnar marki í leik með Arsenal.
Gallas fagnar marki í leik með Arsenal. Nordic Photos / Getty Images
Emmanuel Adebayor segir að William Gallas sé kletturinn í liði Arsenal og að gagnrýni hans á leikmönnum liðsins hafi átt rétt á sér.

Gallas gagnrýndi liðsfélaga sína fyrir hugleysi í haust og ákvað Arsene Wenger knattspyrnustjóri að taka fyrirliðabandið af Gallas í kjölfarið.

Wenger hefur síðar látið hafa eftir sér að Gallas-málið hafi verið það erfiðasta sem hann hafi þurft að glíma við á ferlinum.

„Það var sannleikskorn í því sem hann sagði," sagði Adebayor við enska fjölmiðla. „Það varð einhver að segja þessa hluti. Menn urðu að horfast í augu við sínar ábyrgðir. Ef hann hefði ekki sagt neitt - hvar værum við þá staddir í dag?"

„Gallas hefur alltaf verið svona. Hann hefur reynsluna, unnið titla og spilað í úrslitaleik HM."

„Hann gerir ekki svona hluti að gamni sínu. Hann sagði þetta því hann taldi það nauðsynlegt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×