Ólga í Framsókn vegna Magma-sölu 3. september 2009 06:15 Sala á hlut Orkuveitunnar til Magma Energy hefur fengið umfjöllun í borgarstjórn. Borgarráð fundar í dag.fréttablaðið/stefán „Fjölmargir framsóknarmenn, þar á meðal ég, telja það ekki þjóna hagsmunum almennings á Íslandi að selja úr landi yfirráð á orkuauðlindum. Fjölmargir framsóknarmenn eru andstæðingar þeirrar skefjalausu einkavæðingarstefnu sem einkennir Sjálfstæðisflokkinn“, skrifar Salvör Gissurardóttir, stjórnarmaður í framsóknarfélagi Reykjavíkur. Salvör staðfestir að hún sé alfarið á móti því að hlutur Orkuveitunnar verði seldur á þessum tímapunkti og „vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að stöðva þennan gjörning“, eins og hún orðar það. Spurð hvort hún hafi tilfinningu fyrir því hvort þetta sé skoðun margra framsóknarmanna segir hún að svo sé. Viðhorf framsóknarmanna til einkavæðingar séu önnur en sjálfstæðismanna. Salvöru finnst að framsóknarmenn ættu að fjarlægja sig frá Sjálfstæðisflokknum og ekki standa með þeim að samþykkt á sölu hlutarins til Magma Energy. Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður borgarráðs, tekur ekki undir að urgur sé á meðal framsóknarfólks í borginni. „Það er allt of mikið sagt að það sé mikill óróleiki innan okkar raða en hins vegar eru skiptar skoðanir og við höfum tekið umræðuna. Menn átta sig á því að við erum í þeirri stöðu að vera með úrskurð samkeppnisyfirvalda um að selja þennan hlut og það skiptir Orkuveituna miklu máli að losa hlutinn á þessum tíma. Þannig getum við byggt upp Orkuveitu Reykjavíkur sem er fyrirtæki í almannaeigu.“ Óskar segir að þessu slepptu megi velta fyrir sér hugmyndafræðinni um hvorum megin orkufyrirtækin eiga að liggja og það sé nærtækt að beina spjótum að þeim sveitarfélögum sem þegar hafa selt frá sér orkufyrirtækin. „Það er ekki hægt að segja það um Reykvíkinga.“ Í niðurlagi bloggfærslu Salvarar segir að nú reyni á borgarfulltrúa í borgarráði og borgarstjórn um hvort samkomulagið verði staðfest. „...þar eiga menn að horfa á víðari hagsmuni en bara hagsmuni eins fyrirtækis. Það er margt sem bendir til að borgin sé ekkert að tapa á því að bíða og gefa ríkinu eða öðrum innlendum aðilum meira svigrúm til að kaupa.“ Spurður hvort þrýstingur frá óánægðu framsóknarfólki geti haft áhrif á niðurstöðu málsins úr þessu svarar Óskar neitandi. svavar@frettabladid.is Salvör Gissurardóttir Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
„Fjölmargir framsóknarmenn, þar á meðal ég, telja það ekki þjóna hagsmunum almennings á Íslandi að selja úr landi yfirráð á orkuauðlindum. Fjölmargir framsóknarmenn eru andstæðingar þeirrar skefjalausu einkavæðingarstefnu sem einkennir Sjálfstæðisflokkinn“, skrifar Salvör Gissurardóttir, stjórnarmaður í framsóknarfélagi Reykjavíkur. Salvör staðfestir að hún sé alfarið á móti því að hlutur Orkuveitunnar verði seldur á þessum tímapunkti og „vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að stöðva þennan gjörning“, eins og hún orðar það. Spurð hvort hún hafi tilfinningu fyrir því hvort þetta sé skoðun margra framsóknarmanna segir hún að svo sé. Viðhorf framsóknarmanna til einkavæðingar séu önnur en sjálfstæðismanna. Salvöru finnst að framsóknarmenn ættu að fjarlægja sig frá Sjálfstæðisflokknum og ekki standa með þeim að samþykkt á sölu hlutarins til Magma Energy. Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður borgarráðs, tekur ekki undir að urgur sé á meðal framsóknarfólks í borginni. „Það er allt of mikið sagt að það sé mikill óróleiki innan okkar raða en hins vegar eru skiptar skoðanir og við höfum tekið umræðuna. Menn átta sig á því að við erum í þeirri stöðu að vera með úrskurð samkeppnisyfirvalda um að selja þennan hlut og það skiptir Orkuveituna miklu máli að losa hlutinn á þessum tíma. Þannig getum við byggt upp Orkuveitu Reykjavíkur sem er fyrirtæki í almannaeigu.“ Óskar segir að þessu slepptu megi velta fyrir sér hugmyndafræðinni um hvorum megin orkufyrirtækin eiga að liggja og það sé nærtækt að beina spjótum að þeim sveitarfélögum sem þegar hafa selt frá sér orkufyrirtækin. „Það er ekki hægt að segja það um Reykvíkinga.“ Í niðurlagi bloggfærslu Salvarar segir að nú reyni á borgarfulltrúa í borgarráði og borgarstjórn um hvort samkomulagið verði staðfest. „...þar eiga menn að horfa á víðari hagsmuni en bara hagsmuni eins fyrirtækis. Það er margt sem bendir til að borgin sé ekkert að tapa á því að bíða og gefa ríkinu eða öðrum innlendum aðilum meira svigrúm til að kaupa.“ Spurður hvort þrýstingur frá óánægðu framsóknarfólki geti haft áhrif á niðurstöðu málsins úr þessu svarar Óskar neitandi. svavar@frettabladid.is Salvör Gissurardóttir
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira