Umfjöllun: Valur sótti stig til Eyja Valur Smári Heimisson skrifar 29. ágúst 2009 00:01 Matt Garner, fyrirliði ÍBV. Mynd/Stefán Frábært veður var á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV tók á móti Val í Pepsi-deildinni í dag. Eyjamenn byrjuðu leikinn af krafti og settu mikla pressu á Vals liðið. Á 12. mínútu leiksins átti ÍBV svo fyrsta alvöru færið í leiknum en það var Augustine Nsumba sem átti góðan sprett upp hægri kantinn, renndi boltanum fyrir á Ajay Smith sem átti ágætis skot en Kjartan Sturluson varði vel. Eftir það unnu Valsmenn sig svo inn í leikinn jafnt og þétt en áttu í erfiðleikum með að brjóta 5 manna vörn ÍBV niður. Eyjamenn þó ívið betri í fyrri hálfleiknum og ágætis fótbolti hjá þeim á köflum. Seinni hálfleikur fór rólega af stað, bæði lið að skapa sér fá færi. En eftir um 10 mínútna leik þá byrjuðu Vestmannaeyingarnir að pressa af miklum krafti sem endaði með því að þeir skoruðu á 71. mínútu. Stuttu áður braut Bjarni Ólafur illa á Ajay Smith leikmanni ÍBV. Ajay var að hlaupa upp kantinn í skyndisókn en Bjarni setti höndina út og í andlitið á Ajay. Magnús Þórisson, dómari leiksins, var ekki í nokkrum vafa og sendi Bjarna í sturtu, beint rautt. Upp úr aukaspyrnunni kom svo markið. Þar var að verki Ajay Smith sem skaut boltanum rétt utan teigs upp í hornið hægra megin fram hjá Kjartani. Valsmenn voru því ekki í góðum málum einum færri og einu marki undir. En á 79. mínútu átti Ian Jeffs sprett upp hægri kant, reyndi að senda fyrir en boltinn virtist fara í höndina á Andra Ólafssyni, fyrirliða ÍBV. Boltinn datt fyrir Ian Jeffs sem reyndi aftur en aftur virtist boltinn fara í höndina á Andra og þá dæmdi Magnús víti. Andri gat lítið gert í þessu, var um meter á milli mannanna og Andri virtist vera með hendurnar upp við síðuna. Sigurbjörn Örn Hreiðarsson fór á vítapunktinn og skoraði örugglega fram hjá Alberti Sævarsyni markmanni ÍBV. Það sem eftir lifði leiks voru Eyjamenn meira með boltann og töluvert hættulegri en náðu ekki að koma boltanum í netið, lokastaða 1 – 1 á Hásteinsvelli. ÍBV – Þróttur 1-1 1-0 Ajay Leitch-Smith (71.) 1-1 Sigurbjörn Hreiðarsson, víti (79.) Áhorfendur: Ekki uppgefið.Dómari: Magnús Þórisson (5) Skot (á mark): 10 - 6 (3-2)Varin skot: Albert 1 – Kjartan 2.Horn: 3-3Aukaspyrnur fengnar: 20-12Rangstöður: 3-2 ÍBV (5-4-1): Albert Sævarsson 5 Arnór Eyvar Ólafsson 6 Andrew Mwesigwa 7 (70., Gauti Þorvarðarsson 5) Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Andri Ólafsson 6 Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 Christopher Clements 6 Augustine Nsumba 7Tony Mawejje 8 - Maður leiksinsYngvi Magnús Borgþórsson 5 (81., Bjarni Rúnar Einarsson -) Ajay Leitch-Smith 7 Valur (4-5-1): Kjartan Sturluson 5 Reynir Leósson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 6 Pétur Georg Markan 6 Baldur Bett 5 Ian Jeffs 5 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 3 (65., Arnar Sveinn Geirsson 5) Sigurbjörn Hreiðarsson 5 Bjarni Ólafur Eiríksson 2 Marel Jóhann Baldvinsson 6 (73., Viktor Unnar Illugason -) Matthías Guðmundsson 5 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heimir Hallgríms: Dómarinn tók af okkur tvö stig Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var nokkuð sáttur eftir jafnteflið gegn Val en liðin mættust á Hásteinsvelli í dag. 29. ágúst 2009 18:49 Atli: Rauða spjaldið á Bjarna Ólaf var réttmætt Atli Eðvaldsson, þjálfari Vals, var tiltölulega sáttur með stigið sem hann fékk í Eyjum í dag og tók með sér í bæinn. 29. ágúst 2009 18:54 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Frábært veður var á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV tók á móti Val í Pepsi-deildinni í dag. Eyjamenn byrjuðu leikinn af krafti og settu mikla pressu á Vals liðið. Á 12. mínútu leiksins átti ÍBV svo fyrsta alvöru færið í leiknum en það var Augustine Nsumba sem átti góðan sprett upp hægri kantinn, renndi boltanum fyrir á Ajay Smith sem átti ágætis skot en Kjartan Sturluson varði vel. Eftir það unnu Valsmenn sig svo inn í leikinn jafnt og þétt en áttu í erfiðleikum með að brjóta 5 manna vörn ÍBV niður. Eyjamenn þó ívið betri í fyrri hálfleiknum og ágætis fótbolti hjá þeim á köflum. Seinni hálfleikur fór rólega af stað, bæði lið að skapa sér fá færi. En eftir um 10 mínútna leik þá byrjuðu Vestmannaeyingarnir að pressa af miklum krafti sem endaði með því að þeir skoruðu á 71. mínútu. Stuttu áður braut Bjarni Ólafur illa á Ajay Smith leikmanni ÍBV. Ajay var að hlaupa upp kantinn í skyndisókn en Bjarni setti höndina út og í andlitið á Ajay. Magnús Þórisson, dómari leiksins, var ekki í nokkrum vafa og sendi Bjarna í sturtu, beint rautt. Upp úr aukaspyrnunni kom svo markið. Þar var að verki Ajay Smith sem skaut boltanum rétt utan teigs upp í hornið hægra megin fram hjá Kjartani. Valsmenn voru því ekki í góðum málum einum færri og einu marki undir. En á 79. mínútu átti Ian Jeffs sprett upp hægri kant, reyndi að senda fyrir en boltinn virtist fara í höndina á Andra Ólafssyni, fyrirliða ÍBV. Boltinn datt fyrir Ian Jeffs sem reyndi aftur en aftur virtist boltinn fara í höndina á Andra og þá dæmdi Magnús víti. Andri gat lítið gert í þessu, var um meter á milli mannanna og Andri virtist vera með hendurnar upp við síðuna. Sigurbjörn Örn Hreiðarsson fór á vítapunktinn og skoraði örugglega fram hjá Alberti Sævarsyni markmanni ÍBV. Það sem eftir lifði leiks voru Eyjamenn meira með boltann og töluvert hættulegri en náðu ekki að koma boltanum í netið, lokastaða 1 – 1 á Hásteinsvelli. ÍBV – Þróttur 1-1 1-0 Ajay Leitch-Smith (71.) 1-1 Sigurbjörn Hreiðarsson, víti (79.) Áhorfendur: Ekki uppgefið.Dómari: Magnús Þórisson (5) Skot (á mark): 10 - 6 (3-2)Varin skot: Albert 1 – Kjartan 2.Horn: 3-3Aukaspyrnur fengnar: 20-12Rangstöður: 3-2 ÍBV (5-4-1): Albert Sævarsson 5 Arnór Eyvar Ólafsson 6 Andrew Mwesigwa 7 (70., Gauti Þorvarðarsson 5) Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Andri Ólafsson 6 Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 Christopher Clements 6 Augustine Nsumba 7Tony Mawejje 8 - Maður leiksinsYngvi Magnús Borgþórsson 5 (81., Bjarni Rúnar Einarsson -) Ajay Leitch-Smith 7 Valur (4-5-1): Kjartan Sturluson 5 Reynir Leósson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 6 Pétur Georg Markan 6 Baldur Bett 5 Ian Jeffs 5 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 3 (65., Arnar Sveinn Geirsson 5) Sigurbjörn Hreiðarsson 5 Bjarni Ólafur Eiríksson 2 Marel Jóhann Baldvinsson 6 (73., Viktor Unnar Illugason -) Matthías Guðmundsson 5
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heimir Hallgríms: Dómarinn tók af okkur tvö stig Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var nokkuð sáttur eftir jafnteflið gegn Val en liðin mættust á Hásteinsvelli í dag. 29. ágúst 2009 18:49 Atli: Rauða spjaldið á Bjarna Ólaf var réttmætt Atli Eðvaldsson, þjálfari Vals, var tiltölulega sáttur með stigið sem hann fékk í Eyjum í dag og tók með sér í bæinn. 29. ágúst 2009 18:54 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Heimir Hallgríms: Dómarinn tók af okkur tvö stig Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var nokkuð sáttur eftir jafnteflið gegn Val en liðin mættust á Hásteinsvelli í dag. 29. ágúst 2009 18:49
Atli: Rauða spjaldið á Bjarna Ólaf var réttmætt Atli Eðvaldsson, þjálfari Vals, var tiltölulega sáttur með stigið sem hann fékk í Eyjum í dag og tók með sér í bæinn. 29. ágúst 2009 18:54
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki