Umfjöllun: Valur sótti stig til Eyja Valur Smári Heimisson skrifar 29. ágúst 2009 00:01 Matt Garner, fyrirliði ÍBV. Mynd/Stefán Frábært veður var á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV tók á móti Val í Pepsi-deildinni í dag. Eyjamenn byrjuðu leikinn af krafti og settu mikla pressu á Vals liðið. Á 12. mínútu leiksins átti ÍBV svo fyrsta alvöru færið í leiknum en það var Augustine Nsumba sem átti góðan sprett upp hægri kantinn, renndi boltanum fyrir á Ajay Smith sem átti ágætis skot en Kjartan Sturluson varði vel. Eftir það unnu Valsmenn sig svo inn í leikinn jafnt og þétt en áttu í erfiðleikum með að brjóta 5 manna vörn ÍBV niður. Eyjamenn þó ívið betri í fyrri hálfleiknum og ágætis fótbolti hjá þeim á köflum. Seinni hálfleikur fór rólega af stað, bæði lið að skapa sér fá færi. En eftir um 10 mínútna leik þá byrjuðu Vestmannaeyingarnir að pressa af miklum krafti sem endaði með því að þeir skoruðu á 71. mínútu. Stuttu áður braut Bjarni Ólafur illa á Ajay Smith leikmanni ÍBV. Ajay var að hlaupa upp kantinn í skyndisókn en Bjarni setti höndina út og í andlitið á Ajay. Magnús Þórisson, dómari leiksins, var ekki í nokkrum vafa og sendi Bjarna í sturtu, beint rautt. Upp úr aukaspyrnunni kom svo markið. Þar var að verki Ajay Smith sem skaut boltanum rétt utan teigs upp í hornið hægra megin fram hjá Kjartani. Valsmenn voru því ekki í góðum málum einum færri og einu marki undir. En á 79. mínútu átti Ian Jeffs sprett upp hægri kant, reyndi að senda fyrir en boltinn virtist fara í höndina á Andra Ólafssyni, fyrirliða ÍBV. Boltinn datt fyrir Ian Jeffs sem reyndi aftur en aftur virtist boltinn fara í höndina á Andra og þá dæmdi Magnús víti. Andri gat lítið gert í þessu, var um meter á milli mannanna og Andri virtist vera með hendurnar upp við síðuna. Sigurbjörn Örn Hreiðarsson fór á vítapunktinn og skoraði örugglega fram hjá Alberti Sævarsyni markmanni ÍBV. Það sem eftir lifði leiks voru Eyjamenn meira með boltann og töluvert hættulegri en náðu ekki að koma boltanum í netið, lokastaða 1 – 1 á Hásteinsvelli. ÍBV – Þróttur 1-1 1-0 Ajay Leitch-Smith (71.) 1-1 Sigurbjörn Hreiðarsson, víti (79.) Áhorfendur: Ekki uppgefið.Dómari: Magnús Þórisson (5) Skot (á mark): 10 - 6 (3-2)Varin skot: Albert 1 – Kjartan 2.Horn: 3-3Aukaspyrnur fengnar: 20-12Rangstöður: 3-2 ÍBV (5-4-1): Albert Sævarsson 5 Arnór Eyvar Ólafsson 6 Andrew Mwesigwa 7 (70., Gauti Þorvarðarsson 5) Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Andri Ólafsson 6 Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 Christopher Clements 6 Augustine Nsumba 7Tony Mawejje 8 - Maður leiksinsYngvi Magnús Borgþórsson 5 (81., Bjarni Rúnar Einarsson -) Ajay Leitch-Smith 7 Valur (4-5-1): Kjartan Sturluson 5 Reynir Leósson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 6 Pétur Georg Markan 6 Baldur Bett 5 Ian Jeffs 5 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 3 (65., Arnar Sveinn Geirsson 5) Sigurbjörn Hreiðarsson 5 Bjarni Ólafur Eiríksson 2 Marel Jóhann Baldvinsson 6 (73., Viktor Unnar Illugason -) Matthías Guðmundsson 5 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heimir Hallgríms: Dómarinn tók af okkur tvö stig Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var nokkuð sáttur eftir jafnteflið gegn Val en liðin mættust á Hásteinsvelli í dag. 29. ágúst 2009 18:49 Atli: Rauða spjaldið á Bjarna Ólaf var réttmætt Atli Eðvaldsson, þjálfari Vals, var tiltölulega sáttur með stigið sem hann fékk í Eyjum í dag og tók með sér í bæinn. 29. ágúst 2009 18:54 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Frábært veður var á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV tók á móti Val í Pepsi-deildinni í dag. Eyjamenn byrjuðu leikinn af krafti og settu mikla pressu á Vals liðið. Á 12. mínútu leiksins átti ÍBV svo fyrsta alvöru færið í leiknum en það var Augustine Nsumba sem átti góðan sprett upp hægri kantinn, renndi boltanum fyrir á Ajay Smith sem átti ágætis skot en Kjartan Sturluson varði vel. Eftir það unnu Valsmenn sig svo inn í leikinn jafnt og þétt en áttu í erfiðleikum með að brjóta 5 manna vörn ÍBV niður. Eyjamenn þó ívið betri í fyrri hálfleiknum og ágætis fótbolti hjá þeim á köflum. Seinni hálfleikur fór rólega af stað, bæði lið að skapa sér fá færi. En eftir um 10 mínútna leik þá byrjuðu Vestmannaeyingarnir að pressa af miklum krafti sem endaði með því að þeir skoruðu á 71. mínútu. Stuttu áður braut Bjarni Ólafur illa á Ajay Smith leikmanni ÍBV. Ajay var að hlaupa upp kantinn í skyndisókn en Bjarni setti höndina út og í andlitið á Ajay. Magnús Þórisson, dómari leiksins, var ekki í nokkrum vafa og sendi Bjarna í sturtu, beint rautt. Upp úr aukaspyrnunni kom svo markið. Þar var að verki Ajay Smith sem skaut boltanum rétt utan teigs upp í hornið hægra megin fram hjá Kjartani. Valsmenn voru því ekki í góðum málum einum færri og einu marki undir. En á 79. mínútu átti Ian Jeffs sprett upp hægri kant, reyndi að senda fyrir en boltinn virtist fara í höndina á Andra Ólafssyni, fyrirliða ÍBV. Boltinn datt fyrir Ian Jeffs sem reyndi aftur en aftur virtist boltinn fara í höndina á Andra og þá dæmdi Magnús víti. Andri gat lítið gert í þessu, var um meter á milli mannanna og Andri virtist vera með hendurnar upp við síðuna. Sigurbjörn Örn Hreiðarsson fór á vítapunktinn og skoraði örugglega fram hjá Alberti Sævarsyni markmanni ÍBV. Það sem eftir lifði leiks voru Eyjamenn meira með boltann og töluvert hættulegri en náðu ekki að koma boltanum í netið, lokastaða 1 – 1 á Hásteinsvelli. ÍBV – Þróttur 1-1 1-0 Ajay Leitch-Smith (71.) 1-1 Sigurbjörn Hreiðarsson, víti (79.) Áhorfendur: Ekki uppgefið.Dómari: Magnús Þórisson (5) Skot (á mark): 10 - 6 (3-2)Varin skot: Albert 1 – Kjartan 2.Horn: 3-3Aukaspyrnur fengnar: 20-12Rangstöður: 3-2 ÍBV (5-4-1): Albert Sævarsson 5 Arnór Eyvar Ólafsson 6 Andrew Mwesigwa 7 (70., Gauti Þorvarðarsson 5) Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Andri Ólafsson 6 Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 Christopher Clements 6 Augustine Nsumba 7Tony Mawejje 8 - Maður leiksinsYngvi Magnús Borgþórsson 5 (81., Bjarni Rúnar Einarsson -) Ajay Leitch-Smith 7 Valur (4-5-1): Kjartan Sturluson 5 Reynir Leósson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 6 Pétur Georg Markan 6 Baldur Bett 5 Ian Jeffs 5 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 3 (65., Arnar Sveinn Geirsson 5) Sigurbjörn Hreiðarsson 5 Bjarni Ólafur Eiríksson 2 Marel Jóhann Baldvinsson 6 (73., Viktor Unnar Illugason -) Matthías Guðmundsson 5
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heimir Hallgríms: Dómarinn tók af okkur tvö stig Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var nokkuð sáttur eftir jafnteflið gegn Val en liðin mættust á Hásteinsvelli í dag. 29. ágúst 2009 18:49 Atli: Rauða spjaldið á Bjarna Ólaf var réttmætt Atli Eðvaldsson, þjálfari Vals, var tiltölulega sáttur með stigið sem hann fékk í Eyjum í dag og tók með sér í bæinn. 29. ágúst 2009 18:54 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Heimir Hallgríms: Dómarinn tók af okkur tvö stig Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var nokkuð sáttur eftir jafnteflið gegn Val en liðin mættust á Hásteinsvelli í dag. 29. ágúst 2009 18:49
Atli: Rauða spjaldið á Bjarna Ólaf var réttmætt Atli Eðvaldsson, þjálfari Vals, var tiltölulega sáttur með stigið sem hann fékk í Eyjum í dag og tók með sér í bæinn. 29. ágúst 2009 18:54