Umfjöllun: Valur sótti stig til Eyja Valur Smári Heimisson skrifar 29. ágúst 2009 00:01 Matt Garner, fyrirliði ÍBV. Mynd/Stefán Frábært veður var á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV tók á móti Val í Pepsi-deildinni í dag. Eyjamenn byrjuðu leikinn af krafti og settu mikla pressu á Vals liðið. Á 12. mínútu leiksins átti ÍBV svo fyrsta alvöru færið í leiknum en það var Augustine Nsumba sem átti góðan sprett upp hægri kantinn, renndi boltanum fyrir á Ajay Smith sem átti ágætis skot en Kjartan Sturluson varði vel. Eftir það unnu Valsmenn sig svo inn í leikinn jafnt og þétt en áttu í erfiðleikum með að brjóta 5 manna vörn ÍBV niður. Eyjamenn þó ívið betri í fyrri hálfleiknum og ágætis fótbolti hjá þeim á köflum. Seinni hálfleikur fór rólega af stað, bæði lið að skapa sér fá færi. En eftir um 10 mínútna leik þá byrjuðu Vestmannaeyingarnir að pressa af miklum krafti sem endaði með því að þeir skoruðu á 71. mínútu. Stuttu áður braut Bjarni Ólafur illa á Ajay Smith leikmanni ÍBV. Ajay var að hlaupa upp kantinn í skyndisókn en Bjarni setti höndina út og í andlitið á Ajay. Magnús Þórisson, dómari leiksins, var ekki í nokkrum vafa og sendi Bjarna í sturtu, beint rautt. Upp úr aukaspyrnunni kom svo markið. Þar var að verki Ajay Smith sem skaut boltanum rétt utan teigs upp í hornið hægra megin fram hjá Kjartani. Valsmenn voru því ekki í góðum málum einum færri og einu marki undir. En á 79. mínútu átti Ian Jeffs sprett upp hægri kant, reyndi að senda fyrir en boltinn virtist fara í höndina á Andra Ólafssyni, fyrirliða ÍBV. Boltinn datt fyrir Ian Jeffs sem reyndi aftur en aftur virtist boltinn fara í höndina á Andra og þá dæmdi Magnús víti. Andri gat lítið gert í þessu, var um meter á milli mannanna og Andri virtist vera með hendurnar upp við síðuna. Sigurbjörn Örn Hreiðarsson fór á vítapunktinn og skoraði örugglega fram hjá Alberti Sævarsyni markmanni ÍBV. Það sem eftir lifði leiks voru Eyjamenn meira með boltann og töluvert hættulegri en náðu ekki að koma boltanum í netið, lokastaða 1 – 1 á Hásteinsvelli. ÍBV – Þróttur 1-1 1-0 Ajay Leitch-Smith (71.) 1-1 Sigurbjörn Hreiðarsson, víti (79.) Áhorfendur: Ekki uppgefið.Dómari: Magnús Þórisson (5) Skot (á mark): 10 - 6 (3-2)Varin skot: Albert 1 – Kjartan 2.Horn: 3-3Aukaspyrnur fengnar: 20-12Rangstöður: 3-2 ÍBV (5-4-1): Albert Sævarsson 5 Arnór Eyvar Ólafsson 6 Andrew Mwesigwa 7 (70., Gauti Þorvarðarsson 5) Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Andri Ólafsson 6 Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 Christopher Clements 6 Augustine Nsumba 7Tony Mawejje 8 - Maður leiksinsYngvi Magnús Borgþórsson 5 (81., Bjarni Rúnar Einarsson -) Ajay Leitch-Smith 7 Valur (4-5-1): Kjartan Sturluson 5 Reynir Leósson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 6 Pétur Georg Markan 6 Baldur Bett 5 Ian Jeffs 5 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 3 (65., Arnar Sveinn Geirsson 5) Sigurbjörn Hreiðarsson 5 Bjarni Ólafur Eiríksson 2 Marel Jóhann Baldvinsson 6 (73., Viktor Unnar Illugason -) Matthías Guðmundsson 5 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heimir Hallgríms: Dómarinn tók af okkur tvö stig Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var nokkuð sáttur eftir jafnteflið gegn Val en liðin mættust á Hásteinsvelli í dag. 29. ágúst 2009 18:49 Atli: Rauða spjaldið á Bjarna Ólaf var réttmætt Atli Eðvaldsson, þjálfari Vals, var tiltölulega sáttur með stigið sem hann fékk í Eyjum í dag og tók með sér í bæinn. 29. ágúst 2009 18:54 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Frábært veður var á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV tók á móti Val í Pepsi-deildinni í dag. Eyjamenn byrjuðu leikinn af krafti og settu mikla pressu á Vals liðið. Á 12. mínútu leiksins átti ÍBV svo fyrsta alvöru færið í leiknum en það var Augustine Nsumba sem átti góðan sprett upp hægri kantinn, renndi boltanum fyrir á Ajay Smith sem átti ágætis skot en Kjartan Sturluson varði vel. Eftir það unnu Valsmenn sig svo inn í leikinn jafnt og þétt en áttu í erfiðleikum með að brjóta 5 manna vörn ÍBV niður. Eyjamenn þó ívið betri í fyrri hálfleiknum og ágætis fótbolti hjá þeim á köflum. Seinni hálfleikur fór rólega af stað, bæði lið að skapa sér fá færi. En eftir um 10 mínútna leik þá byrjuðu Vestmannaeyingarnir að pressa af miklum krafti sem endaði með því að þeir skoruðu á 71. mínútu. Stuttu áður braut Bjarni Ólafur illa á Ajay Smith leikmanni ÍBV. Ajay var að hlaupa upp kantinn í skyndisókn en Bjarni setti höndina út og í andlitið á Ajay. Magnús Þórisson, dómari leiksins, var ekki í nokkrum vafa og sendi Bjarna í sturtu, beint rautt. Upp úr aukaspyrnunni kom svo markið. Þar var að verki Ajay Smith sem skaut boltanum rétt utan teigs upp í hornið hægra megin fram hjá Kjartani. Valsmenn voru því ekki í góðum málum einum færri og einu marki undir. En á 79. mínútu átti Ian Jeffs sprett upp hægri kant, reyndi að senda fyrir en boltinn virtist fara í höndina á Andra Ólafssyni, fyrirliða ÍBV. Boltinn datt fyrir Ian Jeffs sem reyndi aftur en aftur virtist boltinn fara í höndina á Andra og þá dæmdi Magnús víti. Andri gat lítið gert í þessu, var um meter á milli mannanna og Andri virtist vera með hendurnar upp við síðuna. Sigurbjörn Örn Hreiðarsson fór á vítapunktinn og skoraði örugglega fram hjá Alberti Sævarsyni markmanni ÍBV. Það sem eftir lifði leiks voru Eyjamenn meira með boltann og töluvert hættulegri en náðu ekki að koma boltanum í netið, lokastaða 1 – 1 á Hásteinsvelli. ÍBV – Þróttur 1-1 1-0 Ajay Leitch-Smith (71.) 1-1 Sigurbjörn Hreiðarsson, víti (79.) Áhorfendur: Ekki uppgefið.Dómari: Magnús Þórisson (5) Skot (á mark): 10 - 6 (3-2)Varin skot: Albert 1 – Kjartan 2.Horn: 3-3Aukaspyrnur fengnar: 20-12Rangstöður: 3-2 ÍBV (5-4-1): Albert Sævarsson 5 Arnór Eyvar Ólafsson 6 Andrew Mwesigwa 7 (70., Gauti Þorvarðarsson 5) Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Andri Ólafsson 6 Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 Christopher Clements 6 Augustine Nsumba 7Tony Mawejje 8 - Maður leiksinsYngvi Magnús Borgþórsson 5 (81., Bjarni Rúnar Einarsson -) Ajay Leitch-Smith 7 Valur (4-5-1): Kjartan Sturluson 5 Reynir Leósson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 6 Pétur Georg Markan 6 Baldur Bett 5 Ian Jeffs 5 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 3 (65., Arnar Sveinn Geirsson 5) Sigurbjörn Hreiðarsson 5 Bjarni Ólafur Eiríksson 2 Marel Jóhann Baldvinsson 6 (73., Viktor Unnar Illugason -) Matthías Guðmundsson 5
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heimir Hallgríms: Dómarinn tók af okkur tvö stig Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var nokkuð sáttur eftir jafnteflið gegn Val en liðin mættust á Hásteinsvelli í dag. 29. ágúst 2009 18:49 Atli: Rauða spjaldið á Bjarna Ólaf var réttmætt Atli Eðvaldsson, þjálfari Vals, var tiltölulega sáttur með stigið sem hann fékk í Eyjum í dag og tók með sér í bæinn. 29. ágúst 2009 18:54 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Heimir Hallgríms: Dómarinn tók af okkur tvö stig Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var nokkuð sáttur eftir jafnteflið gegn Val en liðin mættust á Hásteinsvelli í dag. 29. ágúst 2009 18:49
Atli: Rauða spjaldið á Bjarna Ólaf var réttmætt Atli Eðvaldsson, þjálfari Vals, var tiltölulega sáttur með stigið sem hann fékk í Eyjum í dag og tók með sér í bæinn. 29. ágúst 2009 18:54