Enski boltinn

Carlo Cudicini til Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlo Cudicini í leik með Chelsea á síðustu leiktíð.
Carlo Cudicini í leik með Chelsea á síðustu leiktíð. Nordic Photos / Getty Images

Carlo Cudicini hefur gengið til liðs við Tottenham og kemur hann þangað án greiðslu frá Chelsea.

Cudicini hefur undanfarin tíu ár verið í herbúðum Chelsea en hefur fá tækifæri fengið í byrjunarliðinu síðan að Petr Cech kom til félagsins árið 2004.

Cudicini mun keppa um markvarðastöðuna hjá Tottenham við Heruelho Gomes sem kom frá PSV Eindhoven í sumar fyrir sjö milljónir punda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×