Enski boltinn

McCarthy ánægður með brotthvarf Ince

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Benni McCarthy í leik með Blackburn.
Benni McCarthy í leik með Blackburn. Nordic Photos / Getty Images

Benni McCarthy, leikmaður Blackburn í ensku úrvalsdeildinni, er ánægður að knattspyrnustjórinn Paul Ince var rekinn frá félaginu nú fyrir áramót.

McCarthy lék aðeins fjóra leiki í byrjunarliði á meðan að Ince var við stjórnvölinn. Hann sagðist hafa á tíma óttast að það myndi kosta hann sæti í landsliðshópi Suður-Afríku en heimsmeistarakeppnin verður haldin í heimalandi hans á næsta ári.

„Ég veit ekki af hverju ég spilaði ekki. Ég bara veit það ekki," sagði McCarthy í samtali við enska fjölmiðla.

„Ég myndi gjarnan vilja vita ástæðuna en þetta er bara hluti af fótboltanum. Sumir knattspyrnustjórar vilja frekar nota aðra leikmenn og verður maður bara að sætta sig við það."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×