Erlent

Darling sagður spá dýpstu efnahagslægð í 60 ár

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Alistair Darling.
Alistair Darling.

Búist er við að Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, spái dýpstu efnahagslægð í sögu Bretlands síðan á dögum seinni heimsstyrjaldarinnar þegar hann flytur fjárlagaræðu sína í breska þinginu á miðvikudaginn. Stjórnmálaskýrendur halda því fram að ræðan sé lokatækifæri Verkamannaflokksins til að sýna hvers vegna hann náði kjöri árið 1997. Einnig er búist við að Darling boði aðgerðir til bjargar fasteignamarkaðnum með allt að 50 milljarða punda fjárveitingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×