Innlent

Algjört hrun gistinátta Íslendinga í Kaupmannahöfn

Kaupmannahöfn.
Kaupmannahöfn.

Gistinóttum Íslendinga í Kaupmannahöfn hafa stórfækkað síðan árið 2007 eða um 73 prósent. Samkvæmt vef Danska tölfræðibankans þá hafa gistinóttunum fækkað um 32 þúsund það sem af er ári samanborið við sama tímabil árið 2007 en það var turisti.is sem tók upplýsingarnar saman.

Árið 2007 var hátindur ferðaglaðra Íslendinga í gömlu höfuðborginni, Kaupmannahöfn, en þá voru tveir af hverjum hundrað erlendum ferðamönnum í Kaupmannahöfn Íslendingar.

Ef fram fer sem horfir mun gistinóttum Íslendinga í Kaupmannahöfn fækka um sextíu og eitt þúsund í ár borið saman við árið 2007.

Veigamestu skýringarnar á hinum heimakæru Íslendingum má að sjálfsögðu finna í gríðarlegu falli íslensku krónunnar. Verðlag í Danmörku hefur snarhækkað með fallandi krónu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×