Enski boltinn

Heiðar skoraði í jafntefli QPR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðar Helguson í leik með QPR.
Heiðar Helguson í leik með QPR. Nordic Photos / Getty Images

Heiðar Helguson var nálægt því að tryggja QPR sinn fyrsta sigur á leiktiðinni er liðið gerði 1-1 jafntefli við Plymouth í ensku B-deildinni.

Heiðar skoraði markið á 43. mínútu með skalla eftir aukaspyrnu en Kaspars Gorkss varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar þrjár mínútur voru liðnar af uppbótartíma í leiknum.

Heiðar fór af velli á 61. mínútu leiksins en Kári Árnason sat allan leikinn á varamannabekk Plymouth.

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Coventry sem vann 2-0 sigur á Barnsley og kom sér þar með á topp deildarinnar. Coventry er eina liðið sem er enn með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Emil Hallfreðsson var ekki í leikmannahópi Barnsley í dag en hann gekk til liðs við félagið nú í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×