Svíður að stjórnvöld styðji ekki lögreglu 15. ágúst 2009 09:00 Mikið mæddi á lögreglumönnum í búsáhaldabyltingunni. Nú hefur talsverður fjöldi lögreglumanna hætt þátttöku í óeirðasveit lögreglu. Mynd/Anton „Kostirnir í stöðunni eru fáir, og enginn góður. Við teljum að við höfum valið þann besta, því að öðrum kosti hefðum við þurft að mæta niðurskurðarkröfu með beinum uppsögnum," segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Lögreglumenn eru ósáttir við breytingar á vaktakerfi og nýtt skipulag lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Í opnu bréfi Bylgju Hrannar Baldursdóttur lögreglukonu til lögreglustjóra, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í gær, gagnrýnir hún þessar breytingar. Í skriflegu svari lögreglustjóra segir að hann geri sér vel grein fyrir því að margir séu óánægðir, en eftir vandlega yfirlegu sé það skoðun sín að fleiri kostir séu en gallar við breytt skipulag. „Staðan innan lögreglunnar er ekki góð nú þegar við stöndum í miklum niðurskurði," segir Stefán í samtali við Fréttablaðið. „Við getum ekki með nokkru móti kreist pott úr pelaflösku." Fjöldi lögreglumanna hefur sagt sig úr svokölluðum mannfjöldastjórnunarhópi, óeirðasveit lögreglu. Verkefni tengd hópnum voru valkvæð fyrir lögreglumenn, og vilja þeir meðal annars mótmæla ástandinu með því að hætta þátttöku, segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna (LL). Stefán hafði í gær ekki fengið upplýsingar um óeirðasveitina, en sagði að kæmi í ljós að lögreglan gæti ekki sinnt verkefnum sínum yrði að meta stöðuna. Lögreglumenn eru stétt fagmanna sem leggur metnað í sína vinnu, og mönnum svíður að stjórnvöld styðji ekki við lögregluna, segir Snorri. Í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar LL og formanna svæðisdeilda landssambandsins á fimmtudag segir að sú staða hafi lengi verið að fækkað hafi í lögreglunni vegna ónógra fjárveitinga. Boðaður niðurskurður í lögreglunni í ár og á næsta ári muni augljóslega koma niður á þjónustustigi lögreglu um allt land, nái hann fram að ganga. Snorri segir lögreglumenn vel meðvitaða um reiðina í samfélaginu, betur en marga aðra þar sem þeir hafi tekið við reiði fólksins í búsáhaldabyltingunni. Þeir standi í nákvæmlega sömu sporum og almenningur, með skuldir og fjárhagsvanda eins og aðrir. „Lögreglumenn velta því nú alvarlega fyrir sér […] hvorum megin línunnar þeir muni standa komi til annarrar „búsáhaldabyltingar" í haust eða vetur," segir í ályktun stjórnar LL. Með þessu eru lögreglumenn ekki að hóta að hlýða ekki fyrirmælum, enda geta lögreglumenn ekki neitað að sinna þessum verkefnum, segir Snorri. En menn velti því fyrir sér hvers vegna þeir ættu að taka við slíkum svívirðingum aftur, myndist svipað ástand á ný. Ekki náðist í Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra í gær. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
„Kostirnir í stöðunni eru fáir, og enginn góður. Við teljum að við höfum valið þann besta, því að öðrum kosti hefðum við þurft að mæta niðurskurðarkröfu með beinum uppsögnum," segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Lögreglumenn eru ósáttir við breytingar á vaktakerfi og nýtt skipulag lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Í opnu bréfi Bylgju Hrannar Baldursdóttur lögreglukonu til lögreglustjóra, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í gær, gagnrýnir hún þessar breytingar. Í skriflegu svari lögreglustjóra segir að hann geri sér vel grein fyrir því að margir séu óánægðir, en eftir vandlega yfirlegu sé það skoðun sín að fleiri kostir séu en gallar við breytt skipulag. „Staðan innan lögreglunnar er ekki góð nú þegar við stöndum í miklum niðurskurði," segir Stefán í samtali við Fréttablaðið. „Við getum ekki með nokkru móti kreist pott úr pelaflösku." Fjöldi lögreglumanna hefur sagt sig úr svokölluðum mannfjöldastjórnunarhópi, óeirðasveit lögreglu. Verkefni tengd hópnum voru valkvæð fyrir lögreglumenn, og vilja þeir meðal annars mótmæla ástandinu með því að hætta þátttöku, segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna (LL). Stefán hafði í gær ekki fengið upplýsingar um óeirðasveitina, en sagði að kæmi í ljós að lögreglan gæti ekki sinnt verkefnum sínum yrði að meta stöðuna. Lögreglumenn eru stétt fagmanna sem leggur metnað í sína vinnu, og mönnum svíður að stjórnvöld styðji ekki við lögregluna, segir Snorri. Í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar LL og formanna svæðisdeilda landssambandsins á fimmtudag segir að sú staða hafi lengi verið að fækkað hafi í lögreglunni vegna ónógra fjárveitinga. Boðaður niðurskurður í lögreglunni í ár og á næsta ári muni augljóslega koma niður á þjónustustigi lögreglu um allt land, nái hann fram að ganga. Snorri segir lögreglumenn vel meðvitaða um reiðina í samfélaginu, betur en marga aðra þar sem þeir hafi tekið við reiði fólksins í búsáhaldabyltingunni. Þeir standi í nákvæmlega sömu sporum og almenningur, með skuldir og fjárhagsvanda eins og aðrir. „Lögreglumenn velta því nú alvarlega fyrir sér […] hvorum megin línunnar þeir muni standa komi til annarrar „búsáhaldabyltingar" í haust eða vetur," segir í ályktun stjórnar LL. Með þessu eru lögreglumenn ekki að hóta að hlýða ekki fyrirmælum, enda geta lögreglumenn ekki neitað að sinna þessum verkefnum, segir Snorri. En menn velti því fyrir sér hvers vegna þeir ættu að taka við slíkum svívirðingum aftur, myndist svipað ástand á ný. Ekki náðist í Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra í gær.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira