Svíður að stjórnvöld styðji ekki lögreglu 15. ágúst 2009 09:00 Mikið mæddi á lögreglumönnum í búsáhaldabyltingunni. Nú hefur talsverður fjöldi lögreglumanna hætt þátttöku í óeirðasveit lögreglu. Mynd/Anton „Kostirnir í stöðunni eru fáir, og enginn góður. Við teljum að við höfum valið þann besta, því að öðrum kosti hefðum við þurft að mæta niðurskurðarkröfu með beinum uppsögnum," segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Lögreglumenn eru ósáttir við breytingar á vaktakerfi og nýtt skipulag lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Í opnu bréfi Bylgju Hrannar Baldursdóttur lögreglukonu til lögreglustjóra, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í gær, gagnrýnir hún þessar breytingar. Í skriflegu svari lögreglustjóra segir að hann geri sér vel grein fyrir því að margir séu óánægðir, en eftir vandlega yfirlegu sé það skoðun sín að fleiri kostir séu en gallar við breytt skipulag. „Staðan innan lögreglunnar er ekki góð nú þegar við stöndum í miklum niðurskurði," segir Stefán í samtali við Fréttablaðið. „Við getum ekki með nokkru móti kreist pott úr pelaflösku." Fjöldi lögreglumanna hefur sagt sig úr svokölluðum mannfjöldastjórnunarhópi, óeirðasveit lögreglu. Verkefni tengd hópnum voru valkvæð fyrir lögreglumenn, og vilja þeir meðal annars mótmæla ástandinu með því að hætta þátttöku, segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna (LL). Stefán hafði í gær ekki fengið upplýsingar um óeirðasveitina, en sagði að kæmi í ljós að lögreglan gæti ekki sinnt verkefnum sínum yrði að meta stöðuna. Lögreglumenn eru stétt fagmanna sem leggur metnað í sína vinnu, og mönnum svíður að stjórnvöld styðji ekki við lögregluna, segir Snorri. Í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar LL og formanna svæðisdeilda landssambandsins á fimmtudag segir að sú staða hafi lengi verið að fækkað hafi í lögreglunni vegna ónógra fjárveitinga. Boðaður niðurskurður í lögreglunni í ár og á næsta ári muni augljóslega koma niður á þjónustustigi lögreglu um allt land, nái hann fram að ganga. Snorri segir lögreglumenn vel meðvitaða um reiðina í samfélaginu, betur en marga aðra þar sem þeir hafi tekið við reiði fólksins í búsáhaldabyltingunni. Þeir standi í nákvæmlega sömu sporum og almenningur, með skuldir og fjárhagsvanda eins og aðrir. „Lögreglumenn velta því nú alvarlega fyrir sér […] hvorum megin línunnar þeir muni standa komi til annarrar „búsáhaldabyltingar" í haust eða vetur," segir í ályktun stjórnar LL. Með þessu eru lögreglumenn ekki að hóta að hlýða ekki fyrirmælum, enda geta lögreglumenn ekki neitað að sinna þessum verkefnum, segir Snorri. En menn velti því fyrir sér hvers vegna þeir ættu að taka við slíkum svívirðingum aftur, myndist svipað ástand á ný. Ekki náðist í Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra í gær. Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
„Kostirnir í stöðunni eru fáir, og enginn góður. Við teljum að við höfum valið þann besta, því að öðrum kosti hefðum við þurft að mæta niðurskurðarkröfu með beinum uppsögnum," segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Lögreglumenn eru ósáttir við breytingar á vaktakerfi og nýtt skipulag lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Í opnu bréfi Bylgju Hrannar Baldursdóttur lögreglukonu til lögreglustjóra, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í gær, gagnrýnir hún þessar breytingar. Í skriflegu svari lögreglustjóra segir að hann geri sér vel grein fyrir því að margir séu óánægðir, en eftir vandlega yfirlegu sé það skoðun sín að fleiri kostir séu en gallar við breytt skipulag. „Staðan innan lögreglunnar er ekki góð nú þegar við stöndum í miklum niðurskurði," segir Stefán í samtali við Fréttablaðið. „Við getum ekki með nokkru móti kreist pott úr pelaflösku." Fjöldi lögreglumanna hefur sagt sig úr svokölluðum mannfjöldastjórnunarhópi, óeirðasveit lögreglu. Verkefni tengd hópnum voru valkvæð fyrir lögreglumenn, og vilja þeir meðal annars mótmæla ástandinu með því að hætta þátttöku, segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna (LL). Stefán hafði í gær ekki fengið upplýsingar um óeirðasveitina, en sagði að kæmi í ljós að lögreglan gæti ekki sinnt verkefnum sínum yrði að meta stöðuna. Lögreglumenn eru stétt fagmanna sem leggur metnað í sína vinnu, og mönnum svíður að stjórnvöld styðji ekki við lögregluna, segir Snorri. Í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar LL og formanna svæðisdeilda landssambandsins á fimmtudag segir að sú staða hafi lengi verið að fækkað hafi í lögreglunni vegna ónógra fjárveitinga. Boðaður niðurskurður í lögreglunni í ár og á næsta ári muni augljóslega koma niður á þjónustustigi lögreglu um allt land, nái hann fram að ganga. Snorri segir lögreglumenn vel meðvitaða um reiðina í samfélaginu, betur en marga aðra þar sem þeir hafi tekið við reiði fólksins í búsáhaldabyltingunni. Þeir standi í nákvæmlega sömu sporum og almenningur, með skuldir og fjárhagsvanda eins og aðrir. „Lögreglumenn velta því nú alvarlega fyrir sér […] hvorum megin línunnar þeir muni standa komi til annarrar „búsáhaldabyltingar" í haust eða vetur," segir í ályktun stjórnar LL. Með þessu eru lögreglumenn ekki að hóta að hlýða ekki fyrirmælum, enda geta lögreglumenn ekki neitað að sinna þessum verkefnum, segir Snorri. En menn velti því fyrir sér hvers vegna þeir ættu að taka við slíkum svívirðingum aftur, myndist svipað ástand á ný. Ekki náðist í Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra í gær.
Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira