Erlent

Obama boðar breytingar á utanríkisstefnu

Barack Obama, verðandi Bandaríkjaforseti, boðaði breytingar á utanríkisstefnu Bandaríkjanna í viðtali í dag. Hann sagðist vilja beinar viðræður á skilyrða við Írana um kjarnorkuáætlun þeirra. Hann segist ætla að standa við loforð sitt um að loka Guantanamo-fangabúðunum.

Obama, sem tekur við embætti tuttugasta þessa mánaðar, kom fram í viðtalsþætti á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC í dag. Þar útlistaði hann stefnu sína í ýmsum málum.

Hann ítrekaði þau áform sín að loka Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu en sagði að það yrði líkast til ekki hægt á fyrstu hundrað dögum hans við völd líkt og hann hafi vonað.

Obama hélt áfram í þá stefnu að vilja ekki tjá sig beint um átökin á Gaza fyrr en eftir valdatöku sína. Hann sagði að hópur samningamanna yrði þegar skipaður sem yrði falið að reyna að tryggja áframhald friðarferlisins fyrir botni Miðjarðarhafs.

Obama er sannfærður um að mesta áskorun stjórnar sinnar verði að semja við Írana. Þeir væru að styðja við hryðjuverk með stuðningi við Hamas í tegnum Hizbollah samtökin. Þeir væru einnig að sækjast eftir kjarnorkuvopnum sem gæti mögulega komið af stað kjarnorkuvopnakapphlaupi í Mið-Austurlöndum.

Írönum yrði sýnd virðing og rætt við þá beint. Ekki ætti að setja skilyrði fyrir þeim viðræðum ólíkt því sem hefur verið á valdatíma Bush, fráfarandi forseta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×