Erlent

Ellilífeyrisþegi kveikti í þingmanni

Reiður ellilífeyrisþegi réðst á singapúrskan þingmann í dag og kveikti í honum, vegna óánægju með að hafa ekki fengið nýársgjöf.

Þingmaðurinn, Seng Han Thong, var viðstaddur athöfn hjá félagasamtökum til að afhenda kínverskar nýársgjafir. Nýársgjafirnar, sem nefnast Hong bao, eru rauð umslög sem innihalda pening, í þessu tilfelli sem samsvarar um 17 þúsund krónum.

Samkvæmt þarlendum fjölmiðlum ruddist maðurinn inn á athöfnina og henti mólotoff kokteil í áttina að þingmanninum. Um helmingur af hári þingmannsins brann og var hann fluttur á sjúkrahús með brunasár á 10-15 prósentum líkamans.

Að sögn nærstaddra var maðurinn reiður yfir því að vera ekki einn þeirra sem var valinn til að þiggja nýársgjöf.

Singapúr var fyrsta asíuríkið til að sökkva niður í kreppu á síðasta ári. Það er eitt ríkasta land í heimi, en tekjum þar er mjög misskipt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×