Innlent

Hellisheiðin lokuð

Hellisheiðin er lokuð.
Hellisheiðin er lokuð.

Hellisheiði er nú lokuð vegna ófærðar. Nokkrar bifreiðar eru fastar á heiðinni og eru björgunarsveitir að vinna að því að aðstoða það fólk. Lögreglan biður þá sem eru fastir í bifreiðum sínum um að halda kyrru fyrir þar til aðstoð kemur. Snjóruðningstæki munu reyna að halda Þrenglsavegi opnum en óvíst er hversu lengi það mun takast.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er mjög slæm færð á Suðurlandsvegi á Sandskeiði og á þrengslavegi og biður Lögreglan á Selfossi fólk um að leggja ekki af stað þessa leið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×