Enski boltinn

Benayoun sáttur við Benitez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Benayoun fagnar marki sínu á þriðjudagskvöldið.
Benayoun fagnar marki sínu á þriðjudagskvöldið. Nordic Photos / Getty Images

Yossi Benayoun segist vera ánægður hjá Liverpool og þá stefnu Rafael Benitez að láta sem flesta leikmenn spila leiki liðsins.

Benayoun var óánægður í haust þar sem honum þótti hann fá lítið að spila. Hann hefur hins vegar átt góðu gengi að fagna undanfarið og skoraði til að mynda sigurmark Liverpool í 1-0 sigri liðsins á Real Madrid á útivelli í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Hann skoraði einnig eitt mark í 2-0 sigri Liverpool á Sunderland á þriðjudagskvöldið.

„Miðað við hvað það eru margir góðir leikmenn hjá félaginu verður maður að taka því að maður tekur ekki þátt í öllum leikjum. Maður verður þess í stað að nýta tækifærið þegar það kemur," sagði Benayoun.

„Hins vegar ef að þrír eða fjórir mánuðir líða án þess að ég spili nokkuð væri það öðruvísi. En sem stendur er þetta lítið mál hvað mig varðar."

„Mér líður vel og finnst ég leggja mitt af mörkum. Ég er einnig að komast að því hvernig hlutirnir virka hjá félaginu. Maður gæti þess vegna skorað mikilvægt mark einn daginn en er svo gleymdur þann næsta hvað knattspyrnustjórann varðar."

„Hann hugsar bara um næsta verkefni og þannig ætti það að vera. Það hefur kennt mér að það má aldrei gefa þumlung eftir."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×