Enski boltinn

Ferguson: Þrýstingurinn hefur ekki áhrif

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United.
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði eftir sigur sinna manna á Newcastle í gær að þrýstingurinn væri ekki farinn að segja til sín.

United endurheimti sjö stiga forystu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með sigrinum og á auk þess leik til góða. Liverpool og Chelsea koma næst í deildinni en þau spiluðu á þriðjudagskvöldið.

„Liðin sem spila fyrr og ná góðum úrslitum halda því fram að nú sé pressa á okkur. Það skiptir okkur hins vegar ekki miklu máli. Maður verður að stóla á og treysta leikmönnunum. Þeir þekkja þessa stöðu vel."

„Þetta var ekki frábær frammistaða hjá okkur. Við byrjuðum illa og Newcastle nýtti sér það. Við hefðum mátt búast við því og takast betur á við mótlætið."

„En það var engu að síður gott að vinna leikinn eftir að hafa lent marki undir."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×