Enski boltinn

Fabregas hættir ef Wenger fer

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cesc Fabregas í leik með Arsenal.
Cesc Fabregas í leik með Arsenal. Nordic Photos / Getty Images

Cesc Fabregas segir að ef Arsene Wenger hættir hjá félaginu gæti hann fylgt í kjölfarið.

Fabregas hefur ekkert spilað með Arsenal að undanförnu vegna hnémeiðsla en Wenger hefur mátt þola nokkra gagnrýni í vetur vegna gengi liðsins.

„Undanfarin þrjú ár hef ég heyrt þann orðróm að Wenger kunni að hætta," sagði Fabregas. „Ef hann færi myndi ég skoða mína eigin framtíð og hvort ég sjálfur myndi hætta."

„Ég er ánægður hjá Arsenal og hef trú á því að við og Barcelona séum að spila bestu knattspyrnuna í Evrópu um þessar mundir. En Wenger er hluti af því."

Sem stendur er Arsenal í fimmta sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Aston Villa sem er í fjórða. Fabregas hefur fulla trú á því að liðið geti náð fjórða sætinu sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu.

„En til þess þurfa menn að standa saman og berjast í hverjum einasta leik eins og um bikarúrslitaleik væri að ræða."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×