Enski boltinn

Berkovic úthúðaði þjálfara sonar síns

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Berkovic í leik með Portsmouth árið 2004.
Berkovic í leik með Portsmouth árið 2004. Nordic Photos / Getty Images

Eyal Berkovic var í gær dæmdur til að greiða knattspyrnuþjálfara níu ára sonar síns skaðabætur eftir að hann húðskammaði hann fyrir að skipta syni sínum af velli.

Atvikið átti sér stað í nóvember árið 2007 er sonur hans Lior, sem var þá níu ára gamall, var að spila leik með Maccabi Herzliya í Ísrael.

Þjálfarinn, Danny Etzioni, ákvað hins vegar að skipta Lior fremur snemma af velli við litla hrifningu föður hans sem las honum langan reiðipistil.

„Etzioni niðurlægði son minn og því niðurlægði ég Etzioni," sagði hann í kjölfarið en fjöldi áhorfenda og foreldra annarra barna voru viðstödd.

Berkovic var dæmdur til að sinna samfélagsþjónustu í 100 klukkustundir og greiða Etzioni 64 þúsund krónur í skaðabætur.

Berkovic kom til Englands árið 1996 og lék þá með Southampton. Hann lék á Bretlandi í tæp tíu ár, til að mynda með West Ham, Celtic, Manchester City og Portsmouth.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×