Íslenski boltinn

Nýliðabragur á fyrirliðanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Matthías mundar bikarinn góða
Matthías mundar bikarinn góða Mynd/Daníel
Matthías Vilhjálmsson var fyrirliði FH í úrslitaleik Lengjubikarsins í Kórnum í dag og tók við bikarnum í leikslok. Það sannaðist fljótt að Matthías er greinilega ekki mjög reyndur í fyrirliðastörfunum.

Matthías tók við bikarnum en var samt ekkert lyfta honum þrátt fyrir að ljósmyndarnir söfnuðust í einum hnapp fyrir framan hann. Það var ekki fyrr en eftir skot og stríðnisglósur félaga hans í FH-liðinu að Matthías lyfti loksins bikarnum fyrir ljósmyndaranar sem biðu allir spenntir.

Það má búast við að félagar Matthíasar í FH-liðinu eigi eftir að striða honum eitthvað á þessu fram á sumar.

Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, tók út leikbann í leiknum og varafyrirliðarnir Tryggvi Guðmundsson og Daði Lárusson voru báðir á bekknum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×