Íslenski boltinn

KR semur við hollenskan varnarmann

Logi Ólafsson, þjálfari KR
Logi Ólafsson, þjálfari KR Mynd/Rósa

Knattspyrnudeild KR hefur gert samning við hollenska varnarmanninn Mark Rutgers sem verið hefur á reynslu hjá félaginu undanfarið.

Rutgers þessi er 23 ára gamall miðvörður og kemur frá Utrecht í Hollandi. Hann verður orðinn löglegur með KR í meistarakeppninni á mánudagskvöldið þegar liðið mætir FH í árlegum leik Íslands- og bikarmeistara síðasta árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×