Innlent

Borgin sker niður afturvirkt

Sigurður Sævarsson
Sigurður Sævarsson

Reykjavíkurborg ætlar að skera niður framlög til tónlistarskóla í Reykjavík, aftur í tímann, um tólf prósent. Þetta kom fram á fundi Sigurðar Sævarssonar, formanns Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík, með formanni menntaráðs á föstudag.

Sigurður hafði áður lýst þeirri von sinni að um misskilning væri að ræða af hálfu borgarinnar. Slíkur niðurskurður gæti enda þýtt hrun í tónlistarkennslu, og ekki væri hægt að bregðast við honum öðruvísi en með því að senda börnin heim.

„Við ítrekuðum alvarleika málsins og ræddum þetta fram og til baka," segir hann. Engin niðurstaða hafi þó fengist.

Samtökin segjast hafa skilið áformin, þegar þau voru kynnt í janúar, þannig að skorið yrði niður framlag til tónlistarskólanna frá og með næsta skólaári. Það hefst í september. Borgin ætli hins vegar að skera niður framlög allt aftur til janúarmánaðar. Sigurður segist nú bíða fundarboðs frá borginni, ræða eigi málin betur um mánaðamót. Ekki náðist í Kjartan Magnússon, formann menntaráðs.- kóþ








Fleiri fréttir

Sjá meira


×