Innlent

Vörubíll valt á Vesturlandsvegi - vegurinn lokaður

Vesturlandsvegur undir Hafnarfjalli er lokaður um óákveðin tíma eftir að vörubifreið valt á fimmta tímanum í dag við Hafnará. Ökumaður bifreiðarinnar mun ekki vera slasaður. Ekki fengust upplýsingar hjá lögreglu um tildrög slyssins.

Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni að jeppabifreiðar komast framhjá á vettvangi. Þá er möguleiki á hjáleið um Draga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×