Innlent

Leikskólabörn hafa aldrei verið fleiri

Leikskólabörn hafa aldrei verið fleiri samkvæmt tölum Hagstofunnar. Mynd/ Vilhelm.
Leikskólabörn hafa aldrei verið fleiri samkvæmt tölum Hagstofunnar. Mynd/ Vilhelm.
Alls sóttu 18.278 börn leikskóla á Íslandi í desember síðastliðnum og hafa leikskólabörn aldrei verið fleiri hér á landi. Þeim fjölgaði um 717 frá desember 2007 eða um 4,1%.

Á vef Hagstofu Íslands kemur fram að þessi mikla fjölgun skýrist að hluta til af stærri árgöngum barna á leikskólaaldri. Hlutfall barna sem sækja leikskóla hefur líka hækkað, sérstaklega í yngri aldurshópunum. Þannig sóttu 36,4% barna á öðru ári leikskóla í desember 2008 en þau voru 30,8% í desember 2007.

Í tölum Hagstofunnar kemur jafnframt fram að starfandi leikskólar 1. desember 2008 voru 276 talsins. Alls voru 238 reknir af sveitarfélögum en 38 af einkaaðilum. Alls sóttu 2.366 börn nám í einkareknum leikskólum í desember 2008 og hefur þeim fjölgað um 191 börn frá árinu áður, eða um 8,8%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×