Innlent

Lögreglumenn náðu samkomulagi við Stefán

Fjöldi lögreglumanna kom saman á fundinum til að ræða vinnutima sinn.
Fjöldi lögreglumanna kom saman á fundinum til að ræða vinnutima sinn. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu hafa náð sátt við Stefán Eiríksson, lögreglustjóra, vegna fyrirhugaðar breytingar á vaktafyrirkomulagi. Lögreglumenn fjölmenntu á fund vegna málsins sem stóð fram eftir kvöldi.

„Embættið mun fresta þessum gjörning fram til haustsins og við munum nýta tímann til að komast að niðurstöðu um drög að hugsanlega nýju samkomulagi sem við munum kynna fyrir 1. júní," sagði Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld.

Nýja vaktafyrirkomulagið átti að taka gildi 1. maí en það gerði ráð fyrir að vöktum yrði fjölgað án þess að greitt yrði sértaklega fyrir það. Mikil óánægja var með það meðal lögreglumanna og íhugaði hópur þeirra að hætta í óeirðadeild lögreglunnar yrði þetta niðurstaðan.

Arinbjörg sagði að um málamiðlun væri að ræða sem byggi meðal annars á viljayfirlýsingu lögreglumanna um að breyting á vaktafyrirkomulaginu yrði frestað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×