Mun ekki geta rökstutt handtökuna á meðan jörðin snýst 27. október 2009 21:27 Sveinn Andri Sveinsson. Mynd/GVA Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður konu sem handtekin var í tengslum við mansalsmálið svonefnda, segir lögreglustjórann á Suðurnesjum ekki á meðan jörðin snýst geta gefið neina raunhæfa skýringu á því af hverju konan var handtekin. Konan er eiginkona Íslendings sem situr í gæsluvarðhaldi vegna mansalsmálsins. Hún var einnig handtekin og haldið yfir nótt. Sveinn Andri fór fram á að lögreglustjórinn bæðist opinberlega afsökunar á handtökunni. Konan væri í miklu áfalli og ekki yrði við það unað hvaða meðferð hún fékk. Að hans sögn ruddust 30 lögreglumenn í skotheldum vestum inn á heimili hjónanna og að tvö börn þeirra hafi fylgst með. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún hafnaði alfarið gagnrýni Sveins Andra um að harkalega hafi verið staðið að handtöku konunnar. Eru lýsingar lögmannsins á handtökunni sagðar fjarri sannleikanum, vel hafi verið farið að konunni og börnum hennar og valdbeiting ekki notuð. Í aðgerðum sínum hafi lögreglan haft að leiðarljósi að ganga ekki harðar fram en þörf væri á. Eiginmaður konunnar hafi hins vegar sýnt æsing og dónaskap, en hún sjálf verið ósamvinnuþýð og neitað að gefa þær upplýsingar sem óskað var eftir. Sveinn Andri gefur ekki mikið fyrir yfirlýsingu Sigríðar. „Vegna þess að það er jafn erfitt fyrir mig að útskýra hvernig heimurinn varð til og fyrir lögreglustjórann að útskýra af hvaða ástæðum konan var handtekin. Sigríður getur ekki gefið neina raunhæfa skýringu á því og mun aldrei geta gefið. Konan var alls ekki ósamvinnufús eða neitt slíkt. Það var ekki nein ástæða fyrir handtökunni hvað þá að að halda henni yfir nótt. Þetta mun Sigríður aldrei á meðan jörðin snýst geta útskýrt." Sveinn Andri segir að málinu sé hvergi nærri lokið. Hann hyggst skila inn greinargerð til lögreglustjórans á morgun. „Ef það verður ekki fallist á þetta verð ég að höfða mál og krefjast skaðabóta fyrir hönd konunnar vegna ólögmætrar handtöku," segir Sveinn Andri að lokum. Tengdar fréttir Vilja að lögreglustjórinn biðjist afsökunar Farið verður fram á að lögreglustjórinn á Suðurnesjum biðjist opinberlega afsökunar á handtöku eiginkonu Íslendings sem er í haldi vegna mansalsmálsins, svonefnda. Talið er að handtakan hafi verið algerlega ástæðulaus, en konan var í haldi yfir nótt. 27. október 2009 12:04 Lögreglustjóri vísar orðum Sveins Andra á bug Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hafnar alfarið atvikalýsingu Sveins Andra Sveinssonar, lögmanns, á handtöku eiginkonu Íslendings sem er í haldi vegna mansalsmálsins, svonefnda. Lögreglustjórinn segir að konan hafi verið ósamvinnuþýð og neitað að gefa upplýsingar sem óskað var eftir. Því hafi verið ákveðið að handtaka hana og færa til yfirheyrslu. 27. október 2009 17:12 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður konu sem handtekin var í tengslum við mansalsmálið svonefnda, segir lögreglustjórann á Suðurnesjum ekki á meðan jörðin snýst geta gefið neina raunhæfa skýringu á því af hverju konan var handtekin. Konan er eiginkona Íslendings sem situr í gæsluvarðhaldi vegna mansalsmálsins. Hún var einnig handtekin og haldið yfir nótt. Sveinn Andri fór fram á að lögreglustjórinn bæðist opinberlega afsökunar á handtökunni. Konan væri í miklu áfalli og ekki yrði við það unað hvaða meðferð hún fékk. Að hans sögn ruddust 30 lögreglumenn í skotheldum vestum inn á heimili hjónanna og að tvö börn þeirra hafi fylgst með. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún hafnaði alfarið gagnrýni Sveins Andra um að harkalega hafi verið staðið að handtöku konunnar. Eru lýsingar lögmannsins á handtökunni sagðar fjarri sannleikanum, vel hafi verið farið að konunni og börnum hennar og valdbeiting ekki notuð. Í aðgerðum sínum hafi lögreglan haft að leiðarljósi að ganga ekki harðar fram en þörf væri á. Eiginmaður konunnar hafi hins vegar sýnt æsing og dónaskap, en hún sjálf verið ósamvinnuþýð og neitað að gefa þær upplýsingar sem óskað var eftir. Sveinn Andri gefur ekki mikið fyrir yfirlýsingu Sigríðar. „Vegna þess að það er jafn erfitt fyrir mig að útskýra hvernig heimurinn varð til og fyrir lögreglustjórann að útskýra af hvaða ástæðum konan var handtekin. Sigríður getur ekki gefið neina raunhæfa skýringu á því og mun aldrei geta gefið. Konan var alls ekki ósamvinnufús eða neitt slíkt. Það var ekki nein ástæða fyrir handtökunni hvað þá að að halda henni yfir nótt. Þetta mun Sigríður aldrei á meðan jörðin snýst geta útskýrt." Sveinn Andri segir að málinu sé hvergi nærri lokið. Hann hyggst skila inn greinargerð til lögreglustjórans á morgun. „Ef það verður ekki fallist á þetta verð ég að höfða mál og krefjast skaðabóta fyrir hönd konunnar vegna ólögmætrar handtöku," segir Sveinn Andri að lokum.
Tengdar fréttir Vilja að lögreglustjórinn biðjist afsökunar Farið verður fram á að lögreglustjórinn á Suðurnesjum biðjist opinberlega afsökunar á handtöku eiginkonu Íslendings sem er í haldi vegna mansalsmálsins, svonefnda. Talið er að handtakan hafi verið algerlega ástæðulaus, en konan var í haldi yfir nótt. 27. október 2009 12:04 Lögreglustjóri vísar orðum Sveins Andra á bug Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hafnar alfarið atvikalýsingu Sveins Andra Sveinssonar, lögmanns, á handtöku eiginkonu Íslendings sem er í haldi vegna mansalsmálsins, svonefnda. Lögreglustjórinn segir að konan hafi verið ósamvinnuþýð og neitað að gefa upplýsingar sem óskað var eftir. Því hafi verið ákveðið að handtaka hana og færa til yfirheyrslu. 27. október 2009 17:12 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Vilja að lögreglustjórinn biðjist afsökunar Farið verður fram á að lögreglustjórinn á Suðurnesjum biðjist opinberlega afsökunar á handtöku eiginkonu Íslendings sem er í haldi vegna mansalsmálsins, svonefnda. Talið er að handtakan hafi verið algerlega ástæðulaus, en konan var í haldi yfir nótt. 27. október 2009 12:04
Lögreglustjóri vísar orðum Sveins Andra á bug Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hafnar alfarið atvikalýsingu Sveins Andra Sveinssonar, lögmanns, á handtöku eiginkonu Íslendings sem er í haldi vegna mansalsmálsins, svonefnda. Lögreglustjórinn segir að konan hafi verið ósamvinnuþýð og neitað að gefa upplýsingar sem óskað var eftir. Því hafi verið ákveðið að handtaka hana og færa til yfirheyrslu. 27. október 2009 17:12
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði