Peningaþvætti og tryggingasvik tengjast mansalsmálinu 27. október 2009 18:08 Mynd/GVA Fólkið sem situr í gæsluvarðhaldi í tengslum við mansalsmálið, svonefnda, er jafnframt grunað um peningaþvætti, íkveikju og tryggingasvik. Fólkið er talið tengjast bruna í gamla fiskimarkaðnum við Sólvelli á Grundarfirði í lok ágúst. Þá var tugmilljón króna tjón þegar húsnæðið, tæki og veiðarfæri brann til kaldra kola. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Maðurinn sem grunaður er um íkveikjuna á Grundarfirði keypti nýverið helming þeirra húsa sem brunnu. Yfirheyrslur hafa staðið yfir undanfarna daga en gæsluvarðhald yfir fólkinu rennur út á morgun. Frekari handtökur hafa ekki verið útlokaðar, samkvæmt frétt Rúv. Tengdar fréttir Ákært fyrir vændi og mansal í fyrsta skipti Catalina Mikue Ncogo, íslensk kona ættuð frá Miðbaugs-Gíneu, hefur verið ákærð fyrir mansal og vændisstarfsemi. Henni er meðal annars gefið að sök að hafa blekkt unga konu til landsins og haldið henni hér í kynlífsánauð. Aldrei áður hefur verið ákært í mansals- eða vændismáli á Íslandi. 8. október 2009 06:00 Konan frá Litháen fannst í Reykjavík Litháíska konan sem Lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir í gær fannst í Reykjavík rétt fyrir miðnættið. Eftir umfjöllun fjölmiðla um málið barst lögreglunni ábending um hvar hún kynni að vera niðurkomin og var hún handtekin. 16. október 2009 11:13 Sjötti maðurinn handtekinn - stúlkan aðeins 19 ára Sjötti maðurinn, sem talinn er tengjast meintu mansalsmáli á Suðurnesjum, verður yfirheyrður í dag. Litháíska stúlkan sem kom hingað til lands, hugsanlega til að stunda vændi, er nítján ára. Maðurinn, sem einnig er Lithái og búsettur hérlendis, var handtekinn í gærkvöldi. Hann er nú í haldi lögreglu og verður yfirheyrður síðdegis. Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort óskað verði eftir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir honum. 19. október 2009 11:53 Rannsóknin á viðkvæmu stigi Lögregla vann alla helgina að rannsókn meints mansalsmáls á Suðurnesjum. Um það bil tuttugu lögreglumenn af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu hafa það með höndum. Ekki eru veittar upplýsingar að svo stöddu en málið sagt á mjög viðkvæmu stigi. Á morgun rennur út gæsluvarðhald yfir sjö mönnum, sem setið hafa inni að undanförnu vegna rannsóknar málsins. Um tvo Íslendinga og fimm Litháa er að ræða. Rannsóknin snerist í fyrstu um meint mansal. Nú eru til rannsóknar fleiri brotaflokkar, þar á meðal peningaþvætti og ofbeldisbrot. 27. október 2009 05:30 Konan sem trylltist horfin - lýst eftir henni og einum Litháanna Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir litháískri konu sem grunur leikur á að sé fórnarlamb mansals. Konan ferðaðist hingað til lands undir nafninu Ieva Grisiúte en talið er að ferðaskilríkin sem hún framvísaði séu stolin. 15. október 2009 12:44 Litháarnir tengjast allir komu stúlkunnar Litháarnir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna meints mansalsmáls á Suðurnesjum tengjast allir komu nítján ára litháískrar stúlku hingað til lands fyrr í mánuðinum. Þrír Íslendingar sem sitja einnig í gæslu tengjast allir Litháunum, að hluta til í gegnum atvinnustarfsemi, en einnig með öðrum hætti sem lögregla rannsakar nú. Mansal, tryggingasvik, ofbeldisbrot, fíkniefnabrot, skjalafals og peningaþvætti eru til rannsóknar hjá lögreglunni vegna málsins. Lögreglan rannsakar einnig hvort um skipulegt mansal sé að ræða hér á landi. 23. október 2009 06:00 Femínistar vilja vitnavernd og lokun súlustaða Femínistafélag Íslands krefst þess að súlustaðir verði lokaðir og að fórnalamba- og vitnavernd verði innleidd í íslensk lög í samræmi við alþjóðasamninga og að aðgerðaráætlun gegn mansali verði hrint í framkvæmd strax samkvæmt tilkynningu frá félaginu. 18. október 2009 12:08 Mansalsmál: Vinnuveitendur Litháanna í einangrun Litháar, sem eru í haldi vegna rannsóknar á mansalsmáli, störfuðu hjá verktakafyrirtæki hér á landi og hafa íslenskir eigendur þess verið úrskurðaðir í vikulanga einangrunarvist. Annar Íslendinganna á að hafa hringt í lögreglu fyrir starfsmenn sína til að spyrjast fyrir um litháíska stúlku, sem talið er að hafi átt að neyða í vændi á Íslandi. 21. október 2009 18:23 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Fólkið sem situr í gæsluvarðhaldi í tengslum við mansalsmálið, svonefnda, er jafnframt grunað um peningaþvætti, íkveikju og tryggingasvik. Fólkið er talið tengjast bruna í gamla fiskimarkaðnum við Sólvelli á Grundarfirði í lok ágúst. Þá var tugmilljón króna tjón þegar húsnæðið, tæki og veiðarfæri brann til kaldra kola. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Maðurinn sem grunaður er um íkveikjuna á Grundarfirði keypti nýverið helming þeirra húsa sem brunnu. Yfirheyrslur hafa staðið yfir undanfarna daga en gæsluvarðhald yfir fólkinu rennur út á morgun. Frekari handtökur hafa ekki verið útlokaðar, samkvæmt frétt Rúv.
Tengdar fréttir Ákært fyrir vændi og mansal í fyrsta skipti Catalina Mikue Ncogo, íslensk kona ættuð frá Miðbaugs-Gíneu, hefur verið ákærð fyrir mansal og vændisstarfsemi. Henni er meðal annars gefið að sök að hafa blekkt unga konu til landsins og haldið henni hér í kynlífsánauð. Aldrei áður hefur verið ákært í mansals- eða vændismáli á Íslandi. 8. október 2009 06:00 Konan frá Litháen fannst í Reykjavík Litháíska konan sem Lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir í gær fannst í Reykjavík rétt fyrir miðnættið. Eftir umfjöllun fjölmiðla um málið barst lögreglunni ábending um hvar hún kynni að vera niðurkomin og var hún handtekin. 16. október 2009 11:13 Sjötti maðurinn handtekinn - stúlkan aðeins 19 ára Sjötti maðurinn, sem talinn er tengjast meintu mansalsmáli á Suðurnesjum, verður yfirheyrður í dag. Litháíska stúlkan sem kom hingað til lands, hugsanlega til að stunda vændi, er nítján ára. Maðurinn, sem einnig er Lithái og búsettur hérlendis, var handtekinn í gærkvöldi. Hann er nú í haldi lögreglu og verður yfirheyrður síðdegis. Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort óskað verði eftir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir honum. 19. október 2009 11:53 Rannsóknin á viðkvæmu stigi Lögregla vann alla helgina að rannsókn meints mansalsmáls á Suðurnesjum. Um það bil tuttugu lögreglumenn af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu hafa það með höndum. Ekki eru veittar upplýsingar að svo stöddu en málið sagt á mjög viðkvæmu stigi. Á morgun rennur út gæsluvarðhald yfir sjö mönnum, sem setið hafa inni að undanförnu vegna rannsóknar málsins. Um tvo Íslendinga og fimm Litháa er að ræða. Rannsóknin snerist í fyrstu um meint mansal. Nú eru til rannsóknar fleiri brotaflokkar, þar á meðal peningaþvætti og ofbeldisbrot. 27. október 2009 05:30 Konan sem trylltist horfin - lýst eftir henni og einum Litháanna Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir litháískri konu sem grunur leikur á að sé fórnarlamb mansals. Konan ferðaðist hingað til lands undir nafninu Ieva Grisiúte en talið er að ferðaskilríkin sem hún framvísaði séu stolin. 15. október 2009 12:44 Litháarnir tengjast allir komu stúlkunnar Litháarnir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna meints mansalsmáls á Suðurnesjum tengjast allir komu nítján ára litháískrar stúlku hingað til lands fyrr í mánuðinum. Þrír Íslendingar sem sitja einnig í gæslu tengjast allir Litháunum, að hluta til í gegnum atvinnustarfsemi, en einnig með öðrum hætti sem lögregla rannsakar nú. Mansal, tryggingasvik, ofbeldisbrot, fíkniefnabrot, skjalafals og peningaþvætti eru til rannsóknar hjá lögreglunni vegna málsins. Lögreglan rannsakar einnig hvort um skipulegt mansal sé að ræða hér á landi. 23. október 2009 06:00 Femínistar vilja vitnavernd og lokun súlustaða Femínistafélag Íslands krefst þess að súlustaðir verði lokaðir og að fórnalamba- og vitnavernd verði innleidd í íslensk lög í samræmi við alþjóðasamninga og að aðgerðaráætlun gegn mansali verði hrint í framkvæmd strax samkvæmt tilkynningu frá félaginu. 18. október 2009 12:08 Mansalsmál: Vinnuveitendur Litháanna í einangrun Litháar, sem eru í haldi vegna rannsóknar á mansalsmáli, störfuðu hjá verktakafyrirtæki hér á landi og hafa íslenskir eigendur þess verið úrskurðaðir í vikulanga einangrunarvist. Annar Íslendinganna á að hafa hringt í lögreglu fyrir starfsmenn sína til að spyrjast fyrir um litháíska stúlku, sem talið er að hafi átt að neyða í vændi á Íslandi. 21. október 2009 18:23 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Ákært fyrir vændi og mansal í fyrsta skipti Catalina Mikue Ncogo, íslensk kona ættuð frá Miðbaugs-Gíneu, hefur verið ákærð fyrir mansal og vændisstarfsemi. Henni er meðal annars gefið að sök að hafa blekkt unga konu til landsins og haldið henni hér í kynlífsánauð. Aldrei áður hefur verið ákært í mansals- eða vændismáli á Íslandi. 8. október 2009 06:00
Konan frá Litháen fannst í Reykjavík Litháíska konan sem Lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir í gær fannst í Reykjavík rétt fyrir miðnættið. Eftir umfjöllun fjölmiðla um málið barst lögreglunni ábending um hvar hún kynni að vera niðurkomin og var hún handtekin. 16. október 2009 11:13
Sjötti maðurinn handtekinn - stúlkan aðeins 19 ára Sjötti maðurinn, sem talinn er tengjast meintu mansalsmáli á Suðurnesjum, verður yfirheyrður í dag. Litháíska stúlkan sem kom hingað til lands, hugsanlega til að stunda vændi, er nítján ára. Maðurinn, sem einnig er Lithái og búsettur hérlendis, var handtekinn í gærkvöldi. Hann er nú í haldi lögreglu og verður yfirheyrður síðdegis. Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort óskað verði eftir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir honum. 19. október 2009 11:53
Rannsóknin á viðkvæmu stigi Lögregla vann alla helgina að rannsókn meints mansalsmáls á Suðurnesjum. Um það bil tuttugu lögreglumenn af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu hafa það með höndum. Ekki eru veittar upplýsingar að svo stöddu en málið sagt á mjög viðkvæmu stigi. Á morgun rennur út gæsluvarðhald yfir sjö mönnum, sem setið hafa inni að undanförnu vegna rannsóknar málsins. Um tvo Íslendinga og fimm Litháa er að ræða. Rannsóknin snerist í fyrstu um meint mansal. Nú eru til rannsóknar fleiri brotaflokkar, þar á meðal peningaþvætti og ofbeldisbrot. 27. október 2009 05:30
Konan sem trylltist horfin - lýst eftir henni og einum Litháanna Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir litháískri konu sem grunur leikur á að sé fórnarlamb mansals. Konan ferðaðist hingað til lands undir nafninu Ieva Grisiúte en talið er að ferðaskilríkin sem hún framvísaði séu stolin. 15. október 2009 12:44
Litháarnir tengjast allir komu stúlkunnar Litháarnir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna meints mansalsmáls á Suðurnesjum tengjast allir komu nítján ára litháískrar stúlku hingað til lands fyrr í mánuðinum. Þrír Íslendingar sem sitja einnig í gæslu tengjast allir Litháunum, að hluta til í gegnum atvinnustarfsemi, en einnig með öðrum hætti sem lögregla rannsakar nú. Mansal, tryggingasvik, ofbeldisbrot, fíkniefnabrot, skjalafals og peningaþvætti eru til rannsóknar hjá lögreglunni vegna málsins. Lögreglan rannsakar einnig hvort um skipulegt mansal sé að ræða hér á landi. 23. október 2009 06:00
Femínistar vilja vitnavernd og lokun súlustaða Femínistafélag Íslands krefst þess að súlustaðir verði lokaðir og að fórnalamba- og vitnavernd verði innleidd í íslensk lög í samræmi við alþjóðasamninga og að aðgerðaráætlun gegn mansali verði hrint í framkvæmd strax samkvæmt tilkynningu frá félaginu. 18. október 2009 12:08
Mansalsmál: Vinnuveitendur Litháanna í einangrun Litháar, sem eru í haldi vegna rannsóknar á mansalsmáli, störfuðu hjá verktakafyrirtæki hér á landi og hafa íslenskir eigendur þess verið úrskurðaðir í vikulanga einangrunarvist. Annar Íslendinganna á að hafa hringt í lögreglu fyrir starfsmenn sína til að spyrjast fyrir um litháíska stúlku, sem talið er að hafi átt að neyða í vændi á Íslandi. 21. október 2009 18:23