Innlent

Líkams­á­rás á borði lög­reglu

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Líkamsárásin átti sér stað í umdæmi lögreglunnar á Hverfisgötu.
Líkamsárásin átti sér stað í umdæmi lögreglunnar á Hverfisgötu. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás í miðborginni þar sem árásarþoli rotaðist. Málið er í rannsókn.

Þetta kom fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafði hún einnig afskipti af manni í annarlegu ástandi sem sveiflaði kylfu. Lagt var hald á kylfuna og maðurinn kærður fyrir vopnalagabrot. Atvikið átti sér stað í umdæmi lögreglustöðvar eitt sem staðsett er á Hverfisgötu í Reykjavík.

Þá hafði lögreglan afskipti og kærði tvo sem keyrðu yfir löglegum hraða. Annar ökumaðurinn keyrði á 125 k/klst og hinn á 123 km/klst.

Einnig barst tilkynning til lögreglunnar á Dalvegi um þjófnað í matvöruverslun og var málið afgreitt á vettvangi. 

Klukkan fimm síðdegis voru þrír vistaðir í fangageymslu lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×