Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2025 15:13 DAníel Jakobsson forstjóri Arctic Sea Farm. Vísir/Vilhelm Daníel Jakobsson forstjóri Arctic Sea Farm segir fyrirtækið ekki hafa vitað af gati í sjókví þess í Dýrafirði fyrr en í gær. Undirverktaki hafi tekið mynd af gatinu við eftirlit í byrjun júlí en ekki greint fyrirtækinu frá því. Matvælastofnun tilkynnti um það í gær að gat hafi fundist í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði og að svo virtist vera sem gatið hafi verið í kvínni í nokkurn tíma. Sjókvíaeldi á Vestfjörðum voru í gær beðin af MAST um að kanna hvort skemmdir væru á kvíum eftir að fjöldi eldislaxa fannst í Haukadalsá í Dalabyggð. Framkvæmi mánaðarlegt eftirlit Daníel Jakobsson forstjóri Arctic Sea Farm segir í samtali við fréttastofu að komist hafi upp um gatið um klukkan eitt í gær og Matvælastofnnun hafi verið tilkynnt það samstundis. „Okkur ber að framkvæma neðansjávareftirlit á þrjátíu daga fresti. Við höfum sannarlega gert það og skilað skýrslum um þau eftirlit til MAST,“ segir Daníel. Ekki orðið vör við fisk í Dýrafirði Fyrirtækið nýti þjónustu undirverktaka, sem þjónusti fleiri fyrirtæki á svæðinu, sem hafi áralanga reynslu. „Þegar MAST beinir því til okkar að ahthuga þær staðsetningar sem eru með fiska af þessari stærð förum við að rúlla yfir þetta og sjáum skýrslu frá eftirliti 3. júlí, sem er gerð í tengslum við það að við erum að slátra upp úr kvínni. Þá kemur fram í texta skýrslunnar að ekkert gat sé á henni en á myndum sem fylgja sést gatið,“ segir Daníel. „Þannig að við tilkynnum ekki um gatið vegna þess að okkur hafði ekki verið tilkynnt þetta frá þessum undirverktaka. Það eru engar vísbendingar um að fiskur hafi sloppið frá okkur. Við höfum ekki orðið vör við fisk í Dýrafirði eða í ám á Vestfjörðum.“ Hann segir fyrirtækið fylgjast vel með og auðvitað sé alltaf alvarlegt þegar eldisfiskur finnist í ám. „Þetta virðist reyndar að mestu vera hnúðlax. En einn eldisfiskur er meira en við viljum og nú er vinna í gangi með þartilbærum eftirlitsaðilum að upplýsa málið.“ Tilkynning barst frá Fiskistofu nú síðdegis um að langflestir eldislaxanna hafi reynst vera hnúðlaxar við nánari skoðun. Slíkir laxar eru ekki ræktaðir í sjókvíum hér við land. Næstu daga muni eftirlitsmenn Fiskistofu athuga nærliggjandi ár með drónum. Lax Ísafjarðarbær Sjókvíaeldi Dalabyggð Tengdar fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Formaður veiðifélags á Norðurlandi óttast að eldislaxar, sem fundust í Dalabyggð í gær, berist í fleiri ár. Hann segir slysasleppinguna umhverfisslys og stjórnvöld verði að bregðast við. 15. ágúst 2025 12:30 „Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 20:26 „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 19:16 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Sjá meira
Matvælastofnun tilkynnti um það í gær að gat hafi fundist í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði og að svo virtist vera sem gatið hafi verið í kvínni í nokkurn tíma. Sjókvíaeldi á Vestfjörðum voru í gær beðin af MAST um að kanna hvort skemmdir væru á kvíum eftir að fjöldi eldislaxa fannst í Haukadalsá í Dalabyggð. Framkvæmi mánaðarlegt eftirlit Daníel Jakobsson forstjóri Arctic Sea Farm segir í samtali við fréttastofu að komist hafi upp um gatið um klukkan eitt í gær og Matvælastofnnun hafi verið tilkynnt það samstundis. „Okkur ber að framkvæma neðansjávareftirlit á þrjátíu daga fresti. Við höfum sannarlega gert það og skilað skýrslum um þau eftirlit til MAST,“ segir Daníel. Ekki orðið vör við fisk í Dýrafirði Fyrirtækið nýti þjónustu undirverktaka, sem þjónusti fleiri fyrirtæki á svæðinu, sem hafi áralanga reynslu. „Þegar MAST beinir því til okkar að ahthuga þær staðsetningar sem eru með fiska af þessari stærð förum við að rúlla yfir þetta og sjáum skýrslu frá eftirliti 3. júlí, sem er gerð í tengslum við það að við erum að slátra upp úr kvínni. Þá kemur fram í texta skýrslunnar að ekkert gat sé á henni en á myndum sem fylgja sést gatið,“ segir Daníel. „Þannig að við tilkynnum ekki um gatið vegna þess að okkur hafði ekki verið tilkynnt þetta frá þessum undirverktaka. Það eru engar vísbendingar um að fiskur hafi sloppið frá okkur. Við höfum ekki orðið vör við fisk í Dýrafirði eða í ám á Vestfjörðum.“ Hann segir fyrirtækið fylgjast vel með og auðvitað sé alltaf alvarlegt þegar eldisfiskur finnist í ám. „Þetta virðist reyndar að mestu vera hnúðlax. En einn eldisfiskur er meira en við viljum og nú er vinna í gangi með þartilbærum eftirlitsaðilum að upplýsa málið.“ Tilkynning barst frá Fiskistofu nú síðdegis um að langflestir eldislaxanna hafi reynst vera hnúðlaxar við nánari skoðun. Slíkir laxar eru ekki ræktaðir í sjókvíum hér við land. Næstu daga muni eftirlitsmenn Fiskistofu athuga nærliggjandi ár með drónum.
Lax Ísafjarðarbær Sjókvíaeldi Dalabyggð Tengdar fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Formaður veiðifélags á Norðurlandi óttast að eldislaxar, sem fundust í Dalabyggð í gær, berist í fleiri ár. Hann segir slysasleppinguna umhverfisslys og stjórnvöld verði að bregðast við. 15. ágúst 2025 12:30 „Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 20:26 „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 19:16 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Sjá meira
„Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Formaður veiðifélags á Norðurlandi óttast að eldislaxar, sem fundust í Dalabyggð í gær, berist í fleiri ár. Hann segir slysasleppinguna umhverfisslys og stjórnvöld verði að bregðast við. 15. ágúst 2025 12:30
„Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 20:26
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 19:16