Innlent

Vill kosningabandalag frá miðju til vinstri

Björgvin G. Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra segir að stefna eigi að kosningabandalagi allra flokka frá miðju og til vinstri. Það bandalag gæti síðar orðið að einum stórum félagshyggjuflokki að mati Björgvins.

Þarna á Björgvin við Samfylkingu, Framsóknarflokk, Frjálslynda og Vinstri græna. Hann segist sjálfur hafa hafið sína þáttöku í stjórnmálum vegna ákafra skoðana sinna á sameiningu vinstri flokkanna. Það hafi að hluta til gengið eftir en lengra þurfi að ná.

Þetta kemur fram á bloggsíðu Björgvins nú í kvöld.

Hann segir meginmálið vera að ná félagshyggjufólki saman í eitt bandalag.

„Við höfum átt allar okkar stærstu stundir sameinuð í hreyfingum; Reykjavíkurlistanum og Röskvu," skrifar Björgvin á síðu sína.

„Vissulega spannar litrófið frá miðju og til vinstri mikla breidd í ýmsum málum. En sameiginlega stöndum við öll á sama grunni. Hugsjónum um samfélag jafnréttis, félagslegra gilda þar sem fjöllin eru lækkuð og dalirnir hækkaðir í þágu þeirra sem minna mega sín."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×