Innlent

MIH: 444 óseldar íbúðir í Hafnarfirði

Ágúst Pétursson formaður MIH.
Ágúst Pétursson formaður MIH.

Síðustu misseri hefur mikið verið fjallað um fjölda óseldra íbúða í eigu verktaka á höfuðborgarsvæðinu. Meistarafélagi iðnaðarmanna í Hafnarfirði (MIH) hefur þótt umfjöllun um þetta mál vera alltof neikvæð. Í sömu frétt hafa fjölmiðlar oft á tíðum ekki gert greinarmun á tilbúnum íbúðum, íbúðum í byggingu og óbyggðum lóðum sem eru að mestu leiti í eigu sveitafélaga. Almennur lesandi hefur túlkað þetta allt saman sem fullbúnar óseldar íbúðir, sem er mikil blekking. MIH ætlar ekki í rökræður um það hve mikið hefur verið byggt umfram þarfir undanfarin misseri en bendir þó á að áætluð ársþörf fyrir nýjar íbúðir er um það bil 1.800.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu nú í kvöld. Þar segir að á síðasta aðalfundi Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði,13. febrúar sl., hafi formaður félagsins upplýsti í skýrslu sinni niðurstöður óformlegrar talningar á óseldum íbúðum í fjölbýli í Hafnarfirði. Einbýlishús, parhús og raðhús voru undanskilin. Samband hafði verið haft við alla verktaka og óskað upplýsinga um fjölda óseldra íbúða og staðfestinga leitað hjá fasteignasölum.

„MIH telur rétt að geta þess að margar fullbúnu íbúðanna eru ekki tómar heldur eru þær komnar í leigu. Samt töldum við rétt að telja þær vegna þess að þær eru flestar á söluskrá.

MIH telur rétt að benda á að fokheldar íbúðir, sem til sölu eru í Áslandi 3 og í Vallarhverfi, eru flestar mjög hentugar fyrir „fyrstu íbúðar kaupendur". Það er hópur sem margir líta á sem aðal kaupendahópinn í dag. Því miður er samt mjög erfitt að nálgast fjármögnun til að klára þessar íbúðir, bæði vegna tregðu fjármálastofnana og eins gríðarlega hárra vaxta.

Mánudaginn 16. mars birtist grein í Mbl. þar sem stuðst var við talningu Ara Skúlasonar sem er frá mánaðamótum júní/júlí 2008. MIH telur alveg fráleitt að svo gömul talning stýri umræðunni um stöðu íbúðamarkaðarins. Margt hefur breyst á þeim tæplega níu mánuðum sem liðnir eru."

Nðurstöður könnunar MIH:

                                               Fokhelt +                     Fullbúnar

Norðurbakkinn                         95                                99

Skipalón                                   0                                  71

Reykjavíkurv/Flatahr.                0                                  22

Ásland 3                                   20                                13

Vallarhverfi                               113                              11

                                     Samt.   228                              216




Fleiri fréttir

Sjá meira


×