Innlent

Mokafli í miðri höfninni

Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum.

Stóra fjölveiðiskipið Kap VE fékk 600 tonn af síld inni í miðri Vestmannaeyjahöfn í gær og landaði aflanum til bræðslu í gærkvöldi. Mikið hefur verið af síld í höfninni að undanförnu og talsvert af henni hefur verið að drepast vegna sýkingar, svo áhöfnin á Kap sló til og kastaði nótinni við Básaskersbryggjuna, þar sem nokkur hundruð tonn fengust. Síðan inn undir Friðarhöfn, þar sem afgangurinn fékkst.

Veiðiskapnum var svo hætt áður en Herjólfur kom úr kvöldferðinni, svo að hann kæmist að bryggju. Þetta er tvímælalalust stysta veiðiferð sem Kap hefur farið í og segist hafnarvörður í Eyjum ekki muna til þess að stórt nótaskip hafi veitt í höfninni áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×