Innlent

Nýnemum fjölgaði um 70% á tíu árum

Nýnemum á háskólastigi fjölgaði gríðarlega á árunum 1997 - 2007. Mynd/ Stefán.
Nýnemum á háskólastigi fjölgaði gríðarlega á árunum 1997 - 2007. Mynd/ Stefán.

Nýnemar á háskólastigi á Íslandi voru 3.379 haustið 2007 og hafði fjölgað um 70,7% frá hausti 1997, eftir þvi sem fram kemur í tölum Hagstofunnar. Nýnemar á háskólastigi eru skilgreindir sem þeir nemendur sem stunda nám á háskólastigi á Íslandi samkvæmt nemendaskrá Hagstofu Íslands og hafa ekki áður stundað nám á háskólastigi frá upphafi nemendaskrár Hagstofunnar. Bráðabirgðatölur fyrir haustið 2008 benda til þess að nýnemar hafi verið 3.667, eða fleiri en nokkurt ár frá 1997. Nýnemum fjölgaði mikið haustið 1999 og aftur haustin 2002 og 2003. Konur eru að jafnaði um 60% nýnema.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×