Erlent

Norðmenn and-snúnir Ísrael

kristin halvorsen
kristin halvorsen

Ísraelska dagblaðið Jerusalem Post segir að andúðin á gyðingum hafi náð nýjum hæðum í Noregi. Hatrið fari þar stöðugt vaxandi. Í Gasastríðinu í vetur hafi mótmælin gegn Ísraelsmönnum verið áberandi í Ósló, að sögn Dagbladet.

Blaðið segir að nokkrir forystumenn Norðmanna, þar á meðal Kristin Halvorsen fjármálaráðherra og formaður norskra sósíalista, hafi leitt mótmælagöngu og hrópað slagorð gegn gyðingum.

Jerusalem Post er álitið vera eitt mesta þungavigtardagblað Ísraels og það hafi sem slíkt mikil áhrif á alþjóðavettvangi. - ghs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×