Erlent

Bandaríkjamenn í stað Nýsjálendinga

Bandaríkjamenn virðast nú eiga greiða leið inn í mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna eftir að Nýsjálendingar ákváðu í gær að draga framboð sitt til baka. Nýsjálensk stjórnvöld telja að Bandaríkin geti haft meiri jákvæð áhrif í nefndinni.

Bandaríkjastjórn tilkynnti um framboð sitt á þriðjudag. Það er stefnubreyting frá því sem var í forsetatíð George W. Bush, sem vildi ekkert með nefndina hafa vegna gagnrýni hennar á Ísraelsmenn. Kosið verður um átján af 47 sætum 15. maí, þar af um sæti þriggja vestrænna ríkja. Auk Bandaríkjanna eru Noregur og Belgía í framboði.- sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×