Erlent

Mótmælandi varð bráðkvaddur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Frá mótmælunum í London í gær.
Frá mótmælunum í London í gær.

Maður lést í mótmælum nærri seðlabanka Englands í London í gærkvöldi en þar var fjöldi mótmælenda saman kominn í tilefni af G20-fundinum svokallaða. Maðurinn, sem var staddur í hópi mótmælenda, hneig skyndilega niður og kölluðu aðrir mótmælendur til lögreglu.

Atvikið kom ekki í veg fyrir að lögreglumenn sem komu til aðstoðar væru grýttir með flöskum, og færðu þeir manninn af vettvangi í skyndi. Hann var látinn þegar komið var með hann á sjúkrahús en dánarorsökin er ókunn, enn sem komið er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×