Innlent

Telja Íslendinga brjóta alþjóðasamninga

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins telur að áform Íslendinga um auknar veiðar á makríl brjóti alþjóðasamninga sem eigi að koma í veg fyrir ofveiði fiskistofna. Framkvæmdastjórnin telur að fyrirætlun Íslendinga vinni gegn frekari uppbyggingu á makrílstofninum.

Í frétt Reuters fréttastofunnar er haft eftir Hrefnu Karlsdóttur í sjávarútvegsráðuneytinu að Ísland sé ekki að brjóta nein lög eða samninga. Íslendingar hafi ítrekað óskað eftir aðkomu en því hafi alltaf verið synjað.

„Okkur hefur vísvitandi verið haldið fyrir utan samkomulag um þennan fiskistofn," hefur Reuters eftir Hrefnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×