Umfjöllun: Valskonur tóku bikarinn eftir magnaða framlengingu Elvar Geir Magnússon skrifar 4. október 2009 13:00 Valskonur unnu tvöfalt í ár. Mynd/Valli Kvennalið Vals er tvöfaldur meistari 2009 en liðið vann 5-1 sigur á Breiðabliki í framlengdum úrslitaleik VISA-bikarsins í dag. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 en Valsliðið var miklu mun betra í framlengingunni og skoraði þar þrívegis. Laufey Ólafsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Val og Dóra María Lárusdóttir eitt en Erna Björk Sigurðardóttir skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Breiðablik. Fyrri hálfleikurinn var tíðindalítill og bæði lið nálguðust leikinn af varkárni. Bæði lið fengu þó ágætis færi en markverðirnir tveir voru öruggir. Elsa Hlín Einarsdóttir átti magnaða markvörslu þegar hún varði skalla frá Kristínu Ýr Bjarnadóttur. Mikið jafnræði var með liðunum en ísinn var brotinn á 75. mínútu þegar Erna Björk kom Blikum yfir með skalla eftir hornspyrnu. Stuttu áður hafði Breiðablik reyndar náð að skora mark sem ranglega var dæmt af. En varamaðurinn Laufey Ólafsdóttir reyndist hetja Vals í leiknum og náði hún að jafna í 1-1 eftir sendingu frá Rakeli Logadóttur. Þannig var staðan þegar Akurnesingurinn Valgeir Valgeirsson flautaði til loka venjulegs leiktíma og því gripið til framlengingar. Í framlengingunni var Valsliðið mikið mun sterkara og bauð upp á markaregn á meðan Breiðablik lagði árar í bát. Kristín Ýr kom Val yfir með glæsilegum skalla og Laufey bætti síðan við sínu öðru marki. Kristín Ýr og Dóra María Lárusdóttir bættu síðan við fjórða og fimmta marki Vals. Yfirburðir Valsstelpna í framlengingunni voru ótrúlegir og fékk liðið færi til að skora enn fleiri mörk. Úrslitin 5-1 í ótrúlegum leik og Valsliðið vann því tvöfalt þetta tímabilið. Glæsilegur árangur hjá Frey Alexanderssyni og hans liði. Valur - Breiðablik 5-10-1 Erna Björk Sigurðardóttir (75.) 1-1 Laufey Ólafsdóttir (82.) 2-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (94.) 3-1 Laufey Ólafsdóttir (98.) 4-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (104.) 5-1 Dóra María Lárusdóttir (113.) Dómari: Valgeir Valgeirsson (5) Skot (á mark): 12-8 (9-6) Varin skot: María 5 - Elsa 3 Horn: 5-5 Rangstöður: 3-1Valur: María B. Ágústsdóttir Sif Atladóttir Pála Marie Einarsdóttir Rakel Logadóttir (110. Dagný Brynjarsdóttir) Katrín Jónsdóttir Kristín Ýr Bjarnadóttir Dóra María Lárusdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Thelma Björk Einarsdóttir Helga Sjöfn Jóhannesdóttir (65. Laufey Ólafsdóttir) Embla GrétarsdóttirBreiðablik:Elsa Hlín Einarsdóttir Erna Björk Sigurðardóttir Hlín Gunnlaugsdóttir (100. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir) Helga Pálmadóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir (105. Ásta Einarsdóttir) Sara Björk Gunnarsdóttir Berglind Björg Þorvaldsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Dagmar Ýr Arnardóttir (75. Bára Gunnarsdóttir) Anna Birna Þorvarðardóttir Jóna Kristín Hauksdóttir Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Valur - Breiðablik. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gary Wake: Jöfnunarmarkið sló okkur út af laginu „Það sló okkur út af laginu þegar þær skoruðu jöfnunarmarkið," sagði Gary Wake, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks sem tapaði 5-1 í framlengdum bikarúrslitaleik gegn Val í dag. 4. október 2009 17:11 Freyr: Við pökkuðum þeim saman Breiðhyltingar voru í aðalhlutverki í úrslitaleik VISA-bikars kvenna í dag. Laufey Ólafsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, sem skoruðu fjögur af fimm mörkum Vals, hófu feril sinn í Leikni í Breiðholtinu rétt eins og þjálfarinn Freyr Alexandersson. 4. október 2009 17:18 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira
Kvennalið Vals er tvöfaldur meistari 2009 en liðið vann 5-1 sigur á Breiðabliki í framlengdum úrslitaleik VISA-bikarsins í dag. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 en Valsliðið var miklu mun betra í framlengingunni og skoraði þar þrívegis. Laufey Ólafsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Val og Dóra María Lárusdóttir eitt en Erna Björk Sigurðardóttir skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Breiðablik. Fyrri hálfleikurinn var tíðindalítill og bæði lið nálguðust leikinn af varkárni. Bæði lið fengu þó ágætis færi en markverðirnir tveir voru öruggir. Elsa Hlín Einarsdóttir átti magnaða markvörslu þegar hún varði skalla frá Kristínu Ýr Bjarnadóttur. Mikið jafnræði var með liðunum en ísinn var brotinn á 75. mínútu þegar Erna Björk kom Blikum yfir með skalla eftir hornspyrnu. Stuttu áður hafði Breiðablik reyndar náð að skora mark sem ranglega var dæmt af. En varamaðurinn Laufey Ólafsdóttir reyndist hetja Vals í leiknum og náði hún að jafna í 1-1 eftir sendingu frá Rakeli Logadóttur. Þannig var staðan þegar Akurnesingurinn Valgeir Valgeirsson flautaði til loka venjulegs leiktíma og því gripið til framlengingar. Í framlengingunni var Valsliðið mikið mun sterkara og bauð upp á markaregn á meðan Breiðablik lagði árar í bát. Kristín Ýr kom Val yfir með glæsilegum skalla og Laufey bætti síðan við sínu öðru marki. Kristín Ýr og Dóra María Lárusdóttir bættu síðan við fjórða og fimmta marki Vals. Yfirburðir Valsstelpna í framlengingunni voru ótrúlegir og fékk liðið færi til að skora enn fleiri mörk. Úrslitin 5-1 í ótrúlegum leik og Valsliðið vann því tvöfalt þetta tímabilið. Glæsilegur árangur hjá Frey Alexanderssyni og hans liði. Valur - Breiðablik 5-10-1 Erna Björk Sigurðardóttir (75.) 1-1 Laufey Ólafsdóttir (82.) 2-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (94.) 3-1 Laufey Ólafsdóttir (98.) 4-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (104.) 5-1 Dóra María Lárusdóttir (113.) Dómari: Valgeir Valgeirsson (5) Skot (á mark): 12-8 (9-6) Varin skot: María 5 - Elsa 3 Horn: 5-5 Rangstöður: 3-1Valur: María B. Ágústsdóttir Sif Atladóttir Pála Marie Einarsdóttir Rakel Logadóttir (110. Dagný Brynjarsdóttir) Katrín Jónsdóttir Kristín Ýr Bjarnadóttir Dóra María Lárusdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Thelma Björk Einarsdóttir Helga Sjöfn Jóhannesdóttir (65. Laufey Ólafsdóttir) Embla GrétarsdóttirBreiðablik:Elsa Hlín Einarsdóttir Erna Björk Sigurðardóttir Hlín Gunnlaugsdóttir (100. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir) Helga Pálmadóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir (105. Ásta Einarsdóttir) Sara Björk Gunnarsdóttir Berglind Björg Þorvaldsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Dagmar Ýr Arnardóttir (75. Bára Gunnarsdóttir) Anna Birna Þorvarðardóttir Jóna Kristín Hauksdóttir Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Valur - Breiðablik.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gary Wake: Jöfnunarmarkið sló okkur út af laginu „Það sló okkur út af laginu þegar þær skoruðu jöfnunarmarkið," sagði Gary Wake, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks sem tapaði 5-1 í framlengdum bikarúrslitaleik gegn Val í dag. 4. október 2009 17:11 Freyr: Við pökkuðum þeim saman Breiðhyltingar voru í aðalhlutverki í úrslitaleik VISA-bikars kvenna í dag. Laufey Ólafsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, sem skoruðu fjögur af fimm mörkum Vals, hófu feril sinn í Leikni í Breiðholtinu rétt eins og þjálfarinn Freyr Alexandersson. 4. október 2009 17:18 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira
Gary Wake: Jöfnunarmarkið sló okkur út af laginu „Það sló okkur út af laginu þegar þær skoruðu jöfnunarmarkið," sagði Gary Wake, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks sem tapaði 5-1 í framlengdum bikarúrslitaleik gegn Val í dag. 4. október 2009 17:11
Freyr: Við pökkuðum þeim saman Breiðhyltingar voru í aðalhlutverki í úrslitaleik VISA-bikars kvenna í dag. Laufey Ólafsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, sem skoruðu fjögur af fimm mörkum Vals, hófu feril sinn í Leikni í Breiðholtinu rétt eins og þjálfarinn Freyr Alexandersson. 4. október 2009 17:18