Íslenski boltinn

Stefán Örn tryggði Keflavík sigur í lokin

Elvar Geir Magnússon skrifar

Stefán Örn Arnarsson skoraði sigurmark Keflavíkur gegn 1. deildarliði Þórs frá Akureyri í VISA-bikarnum. Leikurinn var í Keflavík og skoraði Stefán sigurmarkið 2-1 á 90. mínútu.

Þórsarar skoruðu fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik en þar var að verki Ármann Pétur Ævarsson.

Keflvíkingar jöfnuðu á 84. mínútu þegar Jón Gunnar Eysteinsson skoraði með hörkuskoti. Í kjölfarið fékk Atli Már Rúnarsson, markvörður Þórs, rauða spjaldið þegar hann sló til leikmanns Keflavíkur.

Allt stefndi í framlengingu þegar Stefán Örn skoraði af stuttu færi eftir að varamarkvörður Þórsara hélt ekki boltanum og Keflvíkingar því í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×