Umfjöllun: Hjálmar tryggði Fram sigur Elvar Geir Magnússon skrifar 5. júlí 2009 21:38 Mynd/Vilhelm Hjálmar Þórarinsson skoraði eina markið þegar Fram vann Grindavík 1-0 í sextán liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit en Hjálmar skoraði strax á fyrstu mínútu hennar. Leikurinn var ekki mjög mikil skemmtun og fótboltinn ekki ýkja fagur. En baráttan var til staðar. Grindvíkingar fengu fyrsta færi leiksins í gær. Scott Ramsey átti fast skot eftir sautján mínútna leik, tók boltann á lofti en skotið fór yfir markið. Paul McShane átti fyrstu alvöru skottilraun Framara en Óskar Pétursson gerði vel með því að verja í horn. Grindvíkingar voru beittari í fyrri hálfleik án þess að mörg færi litu dagsins ljós. Svipuð deyfð var yfir seinni hálfleiknum og þeim fyrri en þó mátti minnstu muna á 66. mínútu þegar myndaðist ótrúleg þvaga. Boltinn gekk milli manna í vítateig Grindvíkinga og hvert skot Framara á fætur öðru reið af. Gestirnir höfðu þó heppnina með sér og ekki fór knötturinn inn. Paul McShane fékk sannkallað dauðafæri sem hann nýtti herfilega. Hann fékk góðan tíma, jafnvel of góðan því skot hans fór yfir. Gilles Ondo átti ágætis skottilraun hinumegin en framhjá sigldi knötturinn. Eysteinn Húni Hauksson fékk besta færi Grindvíkinga í venjulegum leiktíma eftir vel tímasetta sendingu frá Scott Ramsey en Hannes Þór Halldórsson kom út á móti og bjargaði vel. Ekkert var skorað í venjulegum leiktíma og því haldið í framlengingu eins og siður er. Framlengingin var varla hafin þegar Fram hafði tekið forystuna. Bogi Rafn Einarsson gerði sig sekan um slæm mistök og Hjálmar Þórarinsson refsaði fyrir þau með því að skora. Grindavík fékk dauðafæri til að jafna í fyrri hluta framlengingarinnar en þá misnotaði Gills Ondo dauðafæri. Grindvíkingar voru ógnandi í fyrri hluta framlengingar en í seinni hálfleik hennar var greinileg þreyta farin að sjást á leikmönnum og úrslitin 1-0 sigur Fram. Safamýrarpiltar fögnuðu vel þegar mjög góður dómari leiksins, Valgeir Valgeirsson, flautaði leikinn af. Fram - Grindavík 1-0 1-0 Kristján Hauksson (91.) Laugardalsvöllur. Dómari: Valgeir Valgeirsson. Fram: Hannes Þór Halldórsson Paul McShane (108. Hlynur Atli Magnússon) Kristján Hauksson Auðun Helgason Halldór Hermann Jónsson Daði Guðmundsson Heiðar Geir Júlíusson Almarr Ormarsson Ívar Björnsson (90. Ingvar Ólason) Jón Guðni Fjóluson (38. Hjálmar Þórarinsson) Josep Tillen Grindavík:Óskar Pétursson Óli Baldur Bjarnason Ray Anthony Jónsson Scott Ramsey Jóhann Helgason Þórarinn Brynjar Kristjánsson (67. Eysteinn Húni Hauksson) Orri Freyr Hjaltalín Zoran Stamenic Bogi Rafn Einarsson Sylvian Soumare (90. Sveinbjörn Jónasson) Gilles Ondo Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristján: Erfitt að spila á móti þessu liði „Þetta hafðist," sagði Kristján Hauksson, varnarmaður Fram, eftir nauman 1-0 sigur liðsins á Grindavík í kvöld. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit í leiknum. 5. júlí 2009 22:27 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Sjá meira
Hjálmar Þórarinsson skoraði eina markið þegar Fram vann Grindavík 1-0 í sextán liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit en Hjálmar skoraði strax á fyrstu mínútu hennar. Leikurinn var ekki mjög mikil skemmtun og fótboltinn ekki ýkja fagur. En baráttan var til staðar. Grindvíkingar fengu fyrsta færi leiksins í gær. Scott Ramsey átti fast skot eftir sautján mínútna leik, tók boltann á lofti en skotið fór yfir markið. Paul McShane átti fyrstu alvöru skottilraun Framara en Óskar Pétursson gerði vel með því að verja í horn. Grindvíkingar voru beittari í fyrri hálfleik án þess að mörg færi litu dagsins ljós. Svipuð deyfð var yfir seinni hálfleiknum og þeim fyrri en þó mátti minnstu muna á 66. mínútu þegar myndaðist ótrúleg þvaga. Boltinn gekk milli manna í vítateig Grindvíkinga og hvert skot Framara á fætur öðru reið af. Gestirnir höfðu þó heppnina með sér og ekki fór knötturinn inn. Paul McShane fékk sannkallað dauðafæri sem hann nýtti herfilega. Hann fékk góðan tíma, jafnvel of góðan því skot hans fór yfir. Gilles Ondo átti ágætis skottilraun hinumegin en framhjá sigldi knötturinn. Eysteinn Húni Hauksson fékk besta færi Grindvíkinga í venjulegum leiktíma eftir vel tímasetta sendingu frá Scott Ramsey en Hannes Þór Halldórsson kom út á móti og bjargaði vel. Ekkert var skorað í venjulegum leiktíma og því haldið í framlengingu eins og siður er. Framlengingin var varla hafin þegar Fram hafði tekið forystuna. Bogi Rafn Einarsson gerði sig sekan um slæm mistök og Hjálmar Þórarinsson refsaði fyrir þau með því að skora. Grindavík fékk dauðafæri til að jafna í fyrri hluta framlengingarinnar en þá misnotaði Gills Ondo dauðafæri. Grindvíkingar voru ógnandi í fyrri hluta framlengingar en í seinni hálfleik hennar var greinileg þreyta farin að sjást á leikmönnum og úrslitin 1-0 sigur Fram. Safamýrarpiltar fögnuðu vel þegar mjög góður dómari leiksins, Valgeir Valgeirsson, flautaði leikinn af. Fram - Grindavík 1-0 1-0 Kristján Hauksson (91.) Laugardalsvöllur. Dómari: Valgeir Valgeirsson. Fram: Hannes Þór Halldórsson Paul McShane (108. Hlynur Atli Magnússon) Kristján Hauksson Auðun Helgason Halldór Hermann Jónsson Daði Guðmundsson Heiðar Geir Júlíusson Almarr Ormarsson Ívar Björnsson (90. Ingvar Ólason) Jón Guðni Fjóluson (38. Hjálmar Þórarinsson) Josep Tillen Grindavík:Óskar Pétursson Óli Baldur Bjarnason Ray Anthony Jónsson Scott Ramsey Jóhann Helgason Þórarinn Brynjar Kristjánsson (67. Eysteinn Húni Hauksson) Orri Freyr Hjaltalín Zoran Stamenic Bogi Rafn Einarsson Sylvian Soumare (90. Sveinbjörn Jónasson) Gilles Ondo
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristján: Erfitt að spila á móti þessu liði „Þetta hafðist," sagði Kristján Hauksson, varnarmaður Fram, eftir nauman 1-0 sigur liðsins á Grindavík í kvöld. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit í leiknum. 5. júlí 2009 22:27 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Sjá meira
Kristján: Erfitt að spila á móti þessu liði „Þetta hafðist," sagði Kristján Hauksson, varnarmaður Fram, eftir nauman 1-0 sigur liðsins á Grindavík í kvöld. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit í leiknum. 5. júlí 2009 22:27