Innlent

Annríki hjá björgunarsveitum

Mikið annríki er hjá björgunarsveitum á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu þessa stundina. Björgunarsveitir eru að störfum á sjö bílum á Hellisheiði og í Þrengslum þar sem fjöldi bifreiða situr fastur. Tveir björgunarsveitabílar aðstoða vegfarendur milli Hveragerðis og Selfoss og björgunarsveit úr Vík er á leið á Sólheimasand þar sem fólk er í vandræðum. Meðal annars hefur einum bíl verið ekið útaf.

Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu er veður afar slæmt og taka aðgerðirnar langan tíma fyrir vikið. Á Hellisheiði er vindur 22 m/sek og á Stórhöfða í Vestamannaeyjum 40 m/sek.

Í tveimur tilvikum í kvöld hafa björgunarsveitir aðstoðað fólk sem var með ung börn í bílum sínum niður af Hellisheiði. Slysavarnafélagið Landsbjörg vill brýna fyrir fólki að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu og þá eingöngu á vel búnum bílum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×