Enski boltinn

David Beckham: Manchester er öruggt með titilinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Beckham og Michael Owen eftir einn leik hjá Man. United og Liverpool á árum áður.
David Beckham og Michael Owen eftir einn leik hjá Man. United og Liverpool á árum áður. Mynd/GettyImages

David Beckham er ekki í nokkrum vafa að hans gamla lið vinni enska meistaratitilinn. Manchester United tekur á móti Liverpool á morgun og sigur gerir út um titilmöguleika nágrannanna og erkifjendanna úr Bítlaborginni.

„Það er einstakt fyrir stuðningsmann Manchester United að vinna Liverpool. Ég var svo heppin að vera hluti af liði sem fór til Anfield og vann og endurtók síðan leikinn á Old Trafford," sagði Beckham í viðtali við Sky Sports.

„Liverpool er að spila vel en Manchester er að spila frábærlega og þeir eru með glæsilegan hóp og marga af bestu leikmönnum í heimi," sagði Beckham.

„Fyrir mig sem stuðningsmann Manchester United þá er enginn vafi hjá mér um að þeir vinni enska titilinn í ár. Þetta er ekki búið enn en miðað við formið á liðinu og hvaða stjóra þeir hafa í brúnni þá lítur þetta frábærlega út," sagði Beckham.

Manchester United er með sjö stiga forustu á Liverpool og Chelsea og á auk þess leik inni. Leikur Manchester United og Liverpool fer fram í hádeginu á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×