Lífið

Katie sendir Peter tóninn á Twitter

Illindi Skilnaður Peters André og Katie Price virðist ætla að verða hálfógeðfelldur.
Illindi Skilnaður Peters André og Katie Price virðist ætla að verða hálfógeðfelldur.

„Við höfum tekið þá ákvörðun að skilja og við vonum að fjölmiðlar virði þá ósk okkar að gera það í kyrrþey, fjarri kastljósinu.“

Á þessum nótum var yfirlýsingin sem Peter André og Katie Price sendu bresku pressunni þegar þau ákváðu að skilja eftir rúmlega þriggja ára hjónaband. Óhætt er hægt að fullyrða að hvorki breskir fjölmiðlar né Peter eða Katie hafi virt þessa yfirlýsingu því stanslausar fréttir af þessum fyrrverandi hjónakornum hafa borist undanfarna daga.

Það nýjasta í málinu er að Katie kallar Peter öllum nöfnum á twitter-síðu sinni sem tæplega tvö hundruð þúsund aðdáendur lesa daglega.

Skilaboðin hefjast reyndar á því að Katie lýsir því yfir að hún geti ekki beðið eftir að sjá börnin sín aftur. En hún skildi þau eftir hjá fyrrum eiginmanni sínum þegar hún hélt áleiðis til Ibiza þar sem hún hefur hvílt í örmum ókunnugra manna.

Svo hefst reiðilesturinn og Katie hellir úr skálum reiði sinnar yfir André, kallar hann slíkum nöfnum að jafn siðprútt blað og Fréttablaðið getur ekki haft þau eftir.

Ljóst er að ekki eru öll kurl komin til grafar enn í þessum skilnaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.