Fékk treyju Ballack fyrir tíu ára frænda sinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. mars 2009 06:00 Aron Einar í baráttu við Didier Drogba í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images Aron Einar Gunnarsson átti fínan leik en varð að sætta sig við tap er Coventry tapaði fyrir Chelsea í fjórðungsúrslitum ensku bikarkeppninnar. „Auðvitað var svekkjandi að detta út úr bikarkeppnini. En ég verð þó að segja að við gerðum eins og við gátum. Við spiluðum ágætlega en þetta var jú Chelsea. Við erum því nokkuð sáttir," sagði Aron í samtali við Vísi eftir leik í gær. „Það var við því að búast að við myndum ekki vera mikið við boltann. En svo þegar við fengum boltann töpuðum við honum allt of fljótt. Það var það sem fór með okkur - við vorum stöðugt að elta þá. Ég veit ekki hvað ég hljóp mikið í leiknum en það var alveg nóg. Ég er þreyttur en sáttur." Coventry náði góðum árangri í bikarkeppninni og lagði til að mynda Blackburn á leið sinni í fjórðungsúrslitin. „Það var frábær árangur og ég myndi segja að það hafi líka haft áhrif á gengi okkar í deildinni. Við fengum meira sjálfstraust eftir þann sigur og höfum verið á góðum spretti í deildinni." Hann segir það ekki ómögulegt fyrir Coventry að komast í aukakeppni deildarinnar um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni þó svo að liðið sé í fjórtánda sæti deildarinnar. Liðið er þó ekki nema níu stigum á eftir Preston sem er í sjötta sætinu. Liðin í 3.-6. sæti taka þátt í aukakeppninni. „Þetta er þéttur pakki og það hafa allir verið að vinna alla í þessari deild." Hann segir að það hafi verið gaman að takast á við stórstjörnur Chelsea í leiknum í gær. „Inn á vellinum var þetta eins og kannski í mörgum öðrum leikjum. Maður tók ekki eftir því fyrr en eftir leik hvers konar stórstjörnur þarna voru á ferð. Þeir voru með lífverði fyrir utan búningsklefann og stuðningsmenn Coventry biðu eftir þeim eftir leik en ekki okkur," sagði hann í léttum dúr. „Maður gerir sér engan vegin grein fyrir því fyrirfram hversu stórt batterí þetta er." Fyrir leik fékk hann skilaboð frá Fannari, tíu ára frænda sínum, og varð hann við þeim. „Ég átti að fá treyju einhvers leikmanna Chelsea og fékk treyjuna frá Ballack. Hann tók það fram að það skipti hann engu máli frá hverjum treyjan ætti að koma nema að það voru tveir á algerum bannlista. Ég ætla þó ekki að segja hverjir þeir eru," sagði hann og hló. Enski boltinn Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson átti fínan leik en varð að sætta sig við tap er Coventry tapaði fyrir Chelsea í fjórðungsúrslitum ensku bikarkeppninnar. „Auðvitað var svekkjandi að detta út úr bikarkeppnini. En ég verð þó að segja að við gerðum eins og við gátum. Við spiluðum ágætlega en þetta var jú Chelsea. Við erum því nokkuð sáttir," sagði Aron í samtali við Vísi eftir leik í gær. „Það var við því að búast að við myndum ekki vera mikið við boltann. En svo þegar við fengum boltann töpuðum við honum allt of fljótt. Það var það sem fór með okkur - við vorum stöðugt að elta þá. Ég veit ekki hvað ég hljóp mikið í leiknum en það var alveg nóg. Ég er þreyttur en sáttur." Coventry náði góðum árangri í bikarkeppninni og lagði til að mynda Blackburn á leið sinni í fjórðungsúrslitin. „Það var frábær árangur og ég myndi segja að það hafi líka haft áhrif á gengi okkar í deildinni. Við fengum meira sjálfstraust eftir þann sigur og höfum verið á góðum spretti í deildinni." Hann segir það ekki ómögulegt fyrir Coventry að komast í aukakeppni deildarinnar um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni þó svo að liðið sé í fjórtánda sæti deildarinnar. Liðið er þó ekki nema níu stigum á eftir Preston sem er í sjötta sætinu. Liðin í 3.-6. sæti taka þátt í aukakeppninni. „Þetta er þéttur pakki og það hafa allir verið að vinna alla í þessari deild." Hann segir að það hafi verið gaman að takast á við stórstjörnur Chelsea í leiknum í gær. „Inn á vellinum var þetta eins og kannski í mörgum öðrum leikjum. Maður tók ekki eftir því fyrr en eftir leik hvers konar stórstjörnur þarna voru á ferð. Þeir voru með lífverði fyrir utan búningsklefann og stuðningsmenn Coventry biðu eftir þeim eftir leik en ekki okkur," sagði hann í léttum dúr. „Maður gerir sér engan vegin grein fyrir því fyrirfram hversu stórt batterí þetta er." Fyrir leik fékk hann skilaboð frá Fannari, tíu ára frænda sínum, og varð hann við þeim. „Ég átti að fá treyju einhvers leikmanna Chelsea og fékk treyjuna frá Ballack. Hann tók það fram að það skipti hann engu máli frá hverjum treyjan ætti að koma nema að það voru tveir á algerum bannlista. Ég ætla þó ekki að segja hverjir þeir eru," sagði hann og hló.
Enski boltinn Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Sjá meira